Sport

Brynjar skoraði fyrir Reading

Brynjar lætur skotið ríða af gegn Leeds í dag.
Brynjar lætur skotið ríða af gegn Leeds í dag. MYND/Getty

Brynjar Björn Gunnarsson skoraði eina mark Reading sem gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Brynjar kom sínum mönnum yfir á 63. mínútu en var skipt út af á 83. mínútu. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading að venju en hjá Leeds var Gylfi Einarsson ekki í hópnum vegna leikbanns.

Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Leicester sem gerði markalaust jafntefli við Preston og Hannes Sigurðsson lék allan leikinn með Stoke sem tapaði 2-0 fyrir Southampton.

Staðan á toppi deildarinnar breyttist ekkert í dag þar sem toppliðin tvö, Sheffield Utd og Reading gerðu bæði jafntefli, Sheff Utd gerði markalaust jafntefli við Cardiff og er enn með 3 stiga forskot á Reading á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×