Innlent

Kaldasti september síðan 1982

Frost mældist 3,4 gráður í Reykjavík sunnudaginn 25. september og þarf að fara rúm þrjátíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um slíkan kulda í höfuðborginni í september. Mánuðurinn var kaldur um land allt og hefur ekki verið kaldara í september um land allt síðan árið 1982. Úrkoma á Akureyri var rúmlega tvöfalt meiri en í meðalári og festi snjó þar dagana 24. og 25. september. Slíkt sætir tíðindum enda var þetta einungis í sjötta skipti síðustu 40 árin sem slíkt gerist. Úrkoma í Reykjavík var hins vegar langt undir meðaltali, 41 millímetri en er venjulega um hundrað millímetrar. Þó kalt væri í borginni lék sólin við borgarbúa, sólskinsstundir voru 184,7, um 60 stundum yfir meðaltali og er síðasti mánuður þriðji sólríkasti september frá árinu 1954.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×