Ekki refsað fyrir nauðgun 22. september 2005 00:01 Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Konan kom ein á skemmtistaðinn Nelly´s og þar hitti hún mennina þrjá, fór með þeim í partí, sem samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag, áttu allir eftir að nauðga henni. Nú, þremur árum síðar, hefur Hæstiréttur dæmt henni rífa milljón í bætur í einkamáli. Saksóknari ákvað þrátt fyrir þrábeiðni hennar og lögmanns hennar að ákæra þá ekki. Þeir fá því engan refsidóm. Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður konunnar, segir gerðar strangari kröfur í opinberum málum en einkamálum. Þar sé lögfest að vafi sé sakborningi í hag. Það sem hafi valdið því fyrst og fremst að saksóknari hafi ekki viljað taka upp málið aftur, þótt þess hafi verið farið á leit við hann og dómsmálaráðherra í tvígang, hafi verið það að rannsókn lögreglunnar hafi verið í skötulíki. Hún hafi að hans mati verið allsendis ófullnægjandi. Aðspurður að hvaða leyti það hafi verið segir Atli að lögreglan hafi horft fyrst og fremst á verknaðinn en ekki á afleiðingarnar. Þær hafi verið nauðgunarafleiðingar og öll einkenni konunnar eftir verknaðinn hafi verið á þann veg og fallið inn í allar fræðibækur um einhverjar 12-15 afleiðingar nauðgana. Atli segir að þegar um brot gegn kynfrelsi kvenna sé að ræða þá standi lögregla sig illa og hún þurfi að endurskoða vinnubrögð sín. Hún þurfi að fara að skoða afleiðingar verknaðanna. Aðspurður hvað þetta kenni fólki nú þegar Hæstiréttur dæmi konunni 1,1 milljón króna í bætur segist Atli vera stoltur af Hæstarétti í þessu máli. Fyrst og fremst sé hann þó stoltur af skjólstæðingi sínum. Konan standi kinnroðalaust fram, leiti réttar síns, vinni málið og fái uppreisn æru. Hún hjálpi sér til sjálfshjálpar. Aðspurður hver borgi bæturnar segir Atli að sótt hafi verið um þær í bótasjóð fyrir þolendur afbrota og ríkissjóður muni endurkrefja karlmennina þrjá, sem sóttir hafi verið til ábyrgðar í málinu og megi vera sakbitnir núna, um fjárhæðirnar, bæði 1,1 milljón í miskabætur og 600 þúsund króna málskostnað af báðum málsstigum. Aðspurður hvort mennirnir hefðu getað sloppið alveg segir Atli að honum hafi fundist málið þess eðlis að hann hafi aldrei trúað því að hann myndi tapa því þótt menn efist alltaf. Þetta hafi verið hópnauðgun, en fræðimenn segi þær nánast undantekningarlaust skipulagðar. Þessi hafi verið skipulögð og gróf. Atli segir að umbjóðandi sinn hafi liðið hryllilega fyrir nauðgunina. Hún hafi ekki þorað að fara út ein á kvöldin og hún hafi sýnt mikil varnarviðbrögð heima hjá sér, lokað öllum gluggum, dregið fyrir og sofið með hníf undir koddanum. Þetta séu allt þekktar afleiðingar fórnarlamba naugðana. Þótt hún fái bætur muni mennirnir ganga lausir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Konan kom ein á skemmtistaðinn Nelly´s og þar hitti hún mennina þrjá, fór með þeim í partí, sem samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag, áttu allir eftir að nauðga henni. Nú, þremur árum síðar, hefur Hæstiréttur dæmt henni rífa milljón í bætur í einkamáli. Saksóknari ákvað þrátt fyrir þrábeiðni hennar og lögmanns hennar að ákæra þá ekki. Þeir fá því engan refsidóm. Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður konunnar, segir gerðar strangari kröfur í opinberum málum en einkamálum. Þar sé lögfest að vafi sé sakborningi í hag. Það sem hafi valdið því fyrst og fremst að saksóknari hafi ekki viljað taka upp málið aftur, þótt þess hafi verið farið á leit við hann og dómsmálaráðherra í tvígang, hafi verið það að rannsókn lögreglunnar hafi verið í skötulíki. Hún hafi að hans mati verið allsendis ófullnægjandi. Aðspurður að hvaða leyti það hafi verið segir Atli að lögreglan hafi horft fyrst og fremst á verknaðinn en ekki á afleiðingarnar. Þær hafi verið nauðgunarafleiðingar og öll einkenni konunnar eftir verknaðinn hafi verið á þann veg og fallið inn í allar fræðibækur um einhverjar 12-15 afleiðingar nauðgana. Atli segir að þegar um brot gegn kynfrelsi kvenna sé að ræða þá standi lögregla sig illa og hún þurfi að endurskoða vinnubrögð sín. Hún þurfi að fara að skoða afleiðingar verknaðanna. Aðspurður hvað þetta kenni fólki nú þegar Hæstiréttur dæmi konunni 1,1 milljón króna í bætur segist Atli vera stoltur af Hæstarétti í þessu máli. Fyrst og fremst sé hann þó stoltur af skjólstæðingi sínum. Konan standi kinnroðalaust fram, leiti réttar síns, vinni málið og fái uppreisn æru. Hún hjálpi sér til sjálfshjálpar. Aðspurður hver borgi bæturnar segir Atli að sótt hafi verið um þær í bótasjóð fyrir þolendur afbrota og ríkissjóður muni endurkrefja karlmennina þrjá, sem sóttir hafi verið til ábyrgðar í málinu og megi vera sakbitnir núna, um fjárhæðirnar, bæði 1,1 milljón í miskabætur og 600 þúsund króna málskostnað af báðum málsstigum. Aðspurður hvort mennirnir hefðu getað sloppið alveg segir Atli að honum hafi fundist málið þess eðlis að hann hafi aldrei trúað því að hann myndi tapa því þótt menn efist alltaf. Þetta hafi verið hópnauðgun, en fræðimenn segi þær nánast undantekningarlaust skipulagðar. Þessi hafi verið skipulögð og gróf. Atli segir að umbjóðandi sinn hafi liðið hryllilega fyrir nauðgunina. Hún hafi ekki þorað að fara út ein á kvöldin og hún hafi sýnt mikil varnarviðbrögð heima hjá sér, lokað öllum gluggum, dregið fyrir og sofið með hníf undir koddanum. Þetta séu allt þekktar afleiðingar fórnarlamba naugðana. Þótt hún fái bætur muni mennirnir ganga lausir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira