Innlent

Lík Frið­riks fundið

4D5126AF30729659639C6E1B127B0E2FFB7182108FB5B60115B023CFA7A93E5F_713x0

Lík Friðriks Ásgeirs Hermannssonar, sem fórst þegar bátur strandaði á Viðeyjarsundi laugardaginn 10. september síðastliðinn, fannst eftir umfangsmikla leit í gær. Líkið fannst um klukkan fimm síðdegis með neðansjávarmyndavél skammt frá strandstað bátsins á Skarfaskeri. Leitin í gær var ein sú umfangsmesta sem skipulögð hefur verið mörg undanfarin ár. Um 150 manns gengu fjörur frá Gróttu að Hofsvík á Kjalarnesi og 30 kafarar leituðu neðansjávar. Varðskip, tvö björgunarskip og ellefu bátar voru notaðir við leitina. 

Friðrik Ásgeir var 34 ára gamall en auk hans fórst Matthildur Harðardóttir, sambýliskona hans, í slysinu fyrir rúmri viku. Þrennt komst af, þar af 11 ára drengur. Jónas Garðarsson og Guðjóna Harpa Helgadóttir hafa réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur, en grunur leikur á að þau hafi verið undir áhrifum áfengis þegar báturinn steytti á skeri og sökk. Rannsókn málsins er ekki lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×