Fleiri borgarbúar vilja Vilhjálm 17. september 2005 00:01 Fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra en Gísla Marteini Baldurssyni. Fleiri sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein skipa fyrsta sæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Gísli Marteinn Baldursson opnaði kosningaskrifstofu að Aðalstæti sex með pompi og pragt í dag. Nokkur fjöldi mætti til að kynna sér framboð Gísla og til að sýna honum stuðning. Gísli Marteinn segir að hann og stuðningsmenn hans verði á skrifstofunni á hverjum degi fram að kosningum. Skrifstofan hafi verið opnuð til þess að hægt verði að fara að vinna og hitta fólk sem vilji koma með góðar og uppbyggilegar athugasemdir og ábendingar til hans. Einhverjir hafa eflaust rekið augun í það að á nýrri auglýsingamynd af Gísla Marteini er hann með þriggja daga skegg en flestir eru þó vanir að sjá hann nýrakaðann. Síðustu daga hefur hann svo sést í gervi konu í auglýsingaherferð Verslunarmannafélags Reykjavíkur gegn launamuni kynjanna. Aðspurður hvort hann hafi verið að tefla fram karlmannlegri ímynd á móti auglýsingu VR segir Gísli að hann hafi talið það nauðsynlegt að hefja aðeins upp karlmennskuímyndina eftir að hafa verið á síðum blaðanna sem kona síðustu daga. Þetta sé því ágætis mótvægi. Í nýlegri skoðanakönnun IMG Gallup kemur fram að fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra heldur en Gísla Marteini Baldurssyni. Í sömu könnun vildu fleiri Sjálfstæðismenn í borginni sjá Gísla Martein í fyrsta sæti flokksins. Gísli Marteinn segir könnunina mjög jákvæða fyrir sig því þar komi í ljós að sjálfstæðismenn vilji fá hann til að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hann fagni því mjög og sé þakklátur því hann hafi talið að það þyrfti meiri tíma til að koma skilaboðum hans og stuðningsmanna hans á framfæri. Á móti komi einnig í ljós að vinstrimenn vilji alls ekki fá hann í slaginn og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins geti ekki hugsað sér að hann verði efstur á lista sjálfstæðismanna. Eins og hann sé ánægður með stuðning sjálfstæðismanna sé hann jafnvel enn ánægðari með að vinstrimenn skuli telja hann skeinuhættasta andstæðinginn. Frambjóðendurnir virðast þó ekki túlka niðurstöðurnar á sama hátt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að sér þyki ákaflega vænt um niðurstöðu könnunarinnar því í hans tilfelli sé þetta dómur um hans störf að borgarmálum á mörgum undanförnum málum. Mjög margir í borginni þekki störf hans og þau málefni sem hann hafi barist fyrir. Þess vegna líti hann á niðurstöðuna sem traustsyfirlýsingu til þess að takast á við stjórn borgarinnar sem verði vonandi næsta vor. Vilhjálmur minnir á það að fyrir rúmu ári hafi Sjálfstæðisflokkurinn mælst með 40 prósenta fylgi í skoðanakönnunum en nú, undir hans forystu, mælist hann með rétt tæplega 54 prósent. Vilhjálmur er klár í slaginn og mun á næstu dögum opna kosningaskrifstofu við Suðurlandsbraut. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra en Gísla Marteini Baldurssyni. Fleiri sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein skipa fyrsta sæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Gísli Marteinn Baldursson opnaði kosningaskrifstofu að Aðalstæti sex með pompi og pragt í dag. Nokkur fjöldi mætti til að kynna sér framboð Gísla og til að sýna honum stuðning. Gísli Marteinn segir að hann og stuðningsmenn hans verði á skrifstofunni á hverjum degi fram að kosningum. Skrifstofan hafi verið opnuð til þess að hægt verði að fara að vinna og hitta fólk sem vilji koma með góðar og uppbyggilegar athugasemdir og ábendingar til hans. Einhverjir hafa eflaust rekið augun í það að á nýrri auglýsingamynd af Gísla Marteini er hann með þriggja daga skegg en flestir eru þó vanir að sjá hann nýrakaðann. Síðustu daga hefur hann svo sést í gervi konu í auglýsingaherferð Verslunarmannafélags Reykjavíkur gegn launamuni kynjanna. Aðspurður hvort hann hafi verið að tefla fram karlmannlegri ímynd á móti auglýsingu VR segir Gísli að hann hafi talið það nauðsynlegt að hefja aðeins upp karlmennskuímyndina eftir að hafa verið á síðum blaðanna sem kona síðustu daga. Þetta sé því ágætis mótvægi. Í nýlegri skoðanakönnun IMG Gallup kemur fram að fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra heldur en Gísla Marteini Baldurssyni. Í sömu könnun vildu fleiri Sjálfstæðismenn í borginni sjá Gísla Martein í fyrsta sæti flokksins. Gísli Marteinn segir könnunina mjög jákvæða fyrir sig því þar komi í ljós að sjálfstæðismenn vilji fá hann til að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hann fagni því mjög og sé þakklátur því hann hafi talið að það þyrfti meiri tíma til að koma skilaboðum hans og stuðningsmanna hans á framfæri. Á móti komi einnig í ljós að vinstrimenn vilji alls ekki fá hann í slaginn og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins geti ekki hugsað sér að hann verði efstur á lista sjálfstæðismanna. Eins og hann sé ánægður með stuðning sjálfstæðismanna sé hann jafnvel enn ánægðari með að vinstrimenn skuli telja hann skeinuhættasta andstæðinginn. Frambjóðendurnir virðast þó ekki túlka niðurstöðurnar á sama hátt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að sér þyki ákaflega vænt um niðurstöðu könnunarinnar því í hans tilfelli sé þetta dómur um hans störf að borgarmálum á mörgum undanförnum málum. Mjög margir í borginni þekki störf hans og þau málefni sem hann hafi barist fyrir. Þess vegna líti hann á niðurstöðuna sem traustsyfirlýsingu til þess að takast á við stjórn borgarinnar sem verði vonandi næsta vor. Vilhjálmur minnir á það að fyrir rúmu ári hafi Sjálfstæðisflokkurinn mælst með 40 prósenta fylgi í skoðanakönnunum en nú, undir hans forystu, mælist hann með rétt tæplega 54 prósent. Vilhjálmur er klár í slaginn og mun á næstu dögum opna kosningaskrifstofu við Suðurlandsbraut.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira