Heilsuverndarstöðin sett í sölu 5. september 2005 00:01 Gamla heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verður væntanlega sett í sölu á næstu tveimur vikum, að sögn Þórhalls Arasonar hjá Fjármálaráðuneytinu. Hann segir að ekki sé búið að verðmeta bygginguna, en það verði gert þannig að menn hafi hugmyndir um hvernig eigi að verðleggja hana. Hún verður seld samkvæmt samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu með sér á dögunum. Guðmundur Einarsson forstjóri Heilsugæslunnar telur að meira liggi á að finna nýtt húsnæði undir miðstöð heimahjúkrunar, sem nú er á Grensásvegi. Hún er í leiguhúsnæði, sem hefur verið selt. Nýi eigandinn þarf að nota húsnæðið, þannig að miðstöðin verður að víkja. "Það verður að rýma húsnæðið fyrir næsta vor," segir Guðmundur. "Að auki hefur húsnæðisþörf miðstöðvarinnar aukist í tengslum við samþættingu við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Við þurfum því heldur stærra húsnæði heldur en það sem starfsemin er í núna." Hann bætir við að miðstöðin þurfi helst að vera staðsett á því svæði þar sem þjónustan er mest austan til í borginni, en þó ekki mikið austur fyrir Elliðaár. Ríkiskaup sem sér um fasteignaviðskipti af þessu tagi hefur enn ekki auglýst eftir húsnæði fyrir miðstöðina, þar sem starfsmenn fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis hafa ekki gefið grænt ljós á að þarfalýsingu fyrir hana. Sumarleyfi hafi sjálfsagt sett þar strik í reikninginn. Hvað varðar nýtt húsnæði fyrir Heilsugæsluna sem er í gömlu heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg segir Guðmundur að ekki liggi eins mikið á því. Hann hefur gert drög að þarfalýsingu fyrir nýtt húsnæði Heilsugæslunnar, en segir að betur þurfi að vinna í henni. "Starfsmenn fjármálaráðuneytisins vilja ganga í að selja húsið," segir Guðmundur." Við höfum í sjálfu sér engan áhuga á að fara héðan út en við förum að sjálfsögðu eftir þeim ákvörðunum sem æðri embætti taka." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Gamla heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verður væntanlega sett í sölu á næstu tveimur vikum, að sögn Þórhalls Arasonar hjá Fjármálaráðuneytinu. Hann segir að ekki sé búið að verðmeta bygginguna, en það verði gert þannig að menn hafi hugmyndir um hvernig eigi að verðleggja hana. Hún verður seld samkvæmt samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu með sér á dögunum. Guðmundur Einarsson forstjóri Heilsugæslunnar telur að meira liggi á að finna nýtt húsnæði undir miðstöð heimahjúkrunar, sem nú er á Grensásvegi. Hún er í leiguhúsnæði, sem hefur verið selt. Nýi eigandinn þarf að nota húsnæðið, þannig að miðstöðin verður að víkja. "Það verður að rýma húsnæðið fyrir næsta vor," segir Guðmundur. "Að auki hefur húsnæðisþörf miðstöðvarinnar aukist í tengslum við samþættingu við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Við þurfum því heldur stærra húsnæði heldur en það sem starfsemin er í núna." Hann bætir við að miðstöðin þurfi helst að vera staðsett á því svæði þar sem þjónustan er mest austan til í borginni, en þó ekki mikið austur fyrir Elliðaár. Ríkiskaup sem sér um fasteignaviðskipti af þessu tagi hefur enn ekki auglýst eftir húsnæði fyrir miðstöðina, þar sem starfsmenn fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis hafa ekki gefið grænt ljós á að þarfalýsingu fyrir hana. Sumarleyfi hafi sjálfsagt sett þar strik í reikninginn. Hvað varðar nýtt húsnæði fyrir Heilsugæsluna sem er í gömlu heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg segir Guðmundur að ekki liggi eins mikið á því. Hann hefur gert drög að þarfalýsingu fyrir nýtt húsnæði Heilsugæslunnar, en segir að betur þurfi að vinna í henni. "Starfsmenn fjármálaráðuneytisins vilja ganga í að selja húsið," segir Guðmundur." Við höfum í sjálfu sér engan áhuga á að fara héðan út en við förum að sjálfsögðu eftir þeim ákvörðunum sem æðri embætti taka."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira