Mikil aðsókn í listamiðstöð 4. september 2005 00:01 Íslenskur arkitekt, Elísabet Gunnarsdóttir, stýrir Norrænu listamiðstöðinni í Vestur-Noregi. Aðsókn er gríðarleg og síðast bárust yfir fjögur hundruð umsóknir um sextán pláss. Norræna listamiðstöðin var opnuð fyrir sjö árum. Norskur þingmaður, Oddleif Fagerheim, gaf íbúðarhús sitt og land undir miðstöðina en rekstur hennar er kostaður af Norðurlandaráði og norska ríkinu. Þarna býðst listamönnum að dvelja um lengri tíma til listsköpunar en jafnframt er boðið upp á skemmri námskeið fyrir ungt fólk. Elísbet Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Norrænu listamiðstöðvarinnar, segir listamennina koma alls staðar að úr heiminum. Spurð hvort Íslendingar sæki til hennar segir Elísabet að hún fái þónokkuð margar umsóknir frá Íslandi, en það séu bæði listamenn, arkitektar og hönnuðir sem vilji dvelja í miðstöðinni. Um 400 umsóknir hafi borist fyrir næsta ár en aðeins sé hægt að taka við 16. Listamönnum er boðið upp á veglega vinnuaðstöðu í rómuðu umhverfi og gistingu í sérhúsum. Listamiðstöðin er við Dalsfjörð en þaðan kom Ingólfur Arnarson landnámsmaður, sem Norðmenn á svæðinu vita vel af. Elísabet segir Norðmenn mjög meðvitaða og stolta af því að þetta sé staðurinn sem Ingólfur kom frá. Þeim finnist þeir vera skyldir Íslendingum og hún telji að það séu fáir staðir í Noregi sem maður finni fyrir því svo sterkt. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Íslenskur arkitekt, Elísabet Gunnarsdóttir, stýrir Norrænu listamiðstöðinni í Vestur-Noregi. Aðsókn er gríðarleg og síðast bárust yfir fjögur hundruð umsóknir um sextán pláss. Norræna listamiðstöðin var opnuð fyrir sjö árum. Norskur þingmaður, Oddleif Fagerheim, gaf íbúðarhús sitt og land undir miðstöðina en rekstur hennar er kostaður af Norðurlandaráði og norska ríkinu. Þarna býðst listamönnum að dvelja um lengri tíma til listsköpunar en jafnframt er boðið upp á skemmri námskeið fyrir ungt fólk. Elísbet Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Norrænu listamiðstöðvarinnar, segir listamennina koma alls staðar að úr heiminum. Spurð hvort Íslendingar sæki til hennar segir Elísabet að hún fái þónokkuð margar umsóknir frá Íslandi, en það séu bæði listamenn, arkitektar og hönnuðir sem vilji dvelja í miðstöðinni. Um 400 umsóknir hafi borist fyrir næsta ár en aðeins sé hægt að taka við 16. Listamönnum er boðið upp á veglega vinnuaðstöðu í rómuðu umhverfi og gistingu í sérhúsum. Listamiðstöðin er við Dalsfjörð en þaðan kom Ingólfur Arnarson landnámsmaður, sem Norðmenn á svæðinu vita vel af. Elísabet segir Norðmenn mjög meðvitaða og stolta af því að þetta sé staðurinn sem Ingólfur kom frá. Þeim finnist þeir vera skyldir Íslendingum og hún telji að það séu fáir staðir í Noregi sem maður finni fyrir því svo sterkt.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira