Höfuðpaur nýsloppinn úr varðhaldi 3. september 2005 00:01 Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Fimm menn komu að verslun Bónus á Seltjarnarnesi á bíl í gær. Þrír þeirra fóru inn og tóku þar starfsmann með sér og neyddu hann með sér út í bíl. Þar lokuðu þeir hann ífarangrusgeymslu bifreiðarinnar og óku á brott. Skammt þar frá höfðu þeir í hótunum við hann og segir fórnarlambið að byssa hafi verið notuð við þær hótanir. Maðurinn var síðan neyddur til að taka um 30 þúsund krónur af reikningi sínum og láta ræningjanna fá féð. Þetta gerðist um hábjartan dag og að sögn vitna tók þetta mjög fljótt af, eða um 20 sekúndur. Hópur viðskiptavina var í verlsuninni en enginn aðhafðist nokkuð þar sem fólk áttaði sig ekki á því hvað var á seyði. Reyndar virðist sem einhver í versluninni hafi áttað sig á að ekki var allt með felldu því einhver þeirra hringdi í lögregluna. Þegar frekari upplýsingar lágu fyrir var lögreglan orðin viss hverjir þarna voru að verki og voru þeir handteknir hver af öðrum. Þeir voru síðan leiddir fyrir dómara í dag, sem úrskurðaði þá alla í sex daga gæsluvarðhald. Reyndar er sá sem talinn er höfuðpaurinn í málinu nýlaus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vikum saman vegna auðgunarbrota. Hann hafði átt þátt í fjölda þjófnaða í vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Í gær hlaut hann síðan dóm fyrir þau mál og dróst gæsluvarðhaldið frá. Með dóminum voru forsendur fyrir frekari gæslu brostnar og honum því sleppt. Hann var hins vegar ekki búinn að ganga lengi laus þegar hann var handtekinn að nýju vegna mannránsins. Samkvæmt upplýsingum tengjast tveir bræðra hans þessum málum. Meintir brotamenn eru á aldrinum 16 til 26 ára, en sá sem rænt var er tæplega tvítugur. Unnið er að rannsókn á mannráninu og miðast hún að því að upplýsa þátt hvers og eins meints mannræningja í því. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Fimm menn komu að verslun Bónus á Seltjarnarnesi á bíl í gær. Þrír þeirra fóru inn og tóku þar starfsmann með sér og neyddu hann með sér út í bíl. Þar lokuðu þeir hann ífarangrusgeymslu bifreiðarinnar og óku á brott. Skammt þar frá höfðu þeir í hótunum við hann og segir fórnarlambið að byssa hafi verið notuð við þær hótanir. Maðurinn var síðan neyddur til að taka um 30 þúsund krónur af reikningi sínum og láta ræningjanna fá féð. Þetta gerðist um hábjartan dag og að sögn vitna tók þetta mjög fljótt af, eða um 20 sekúndur. Hópur viðskiptavina var í verlsuninni en enginn aðhafðist nokkuð þar sem fólk áttaði sig ekki á því hvað var á seyði. Reyndar virðist sem einhver í versluninni hafi áttað sig á að ekki var allt með felldu því einhver þeirra hringdi í lögregluna. Þegar frekari upplýsingar lágu fyrir var lögreglan orðin viss hverjir þarna voru að verki og voru þeir handteknir hver af öðrum. Þeir voru síðan leiddir fyrir dómara í dag, sem úrskurðaði þá alla í sex daga gæsluvarðhald. Reyndar er sá sem talinn er höfuðpaurinn í málinu nýlaus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vikum saman vegna auðgunarbrota. Hann hafði átt þátt í fjölda þjófnaða í vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Í gær hlaut hann síðan dóm fyrir þau mál og dróst gæsluvarðhaldið frá. Með dóminum voru forsendur fyrir frekari gæslu brostnar og honum því sleppt. Hann var hins vegar ekki búinn að ganga lengi laus þegar hann var handtekinn að nýju vegna mannránsins. Samkvæmt upplýsingum tengjast tveir bræðra hans þessum málum. Meintir brotamenn eru á aldrinum 16 til 26 ára, en sá sem rænt var er tæplega tvítugur. Unnið er að rannsókn á mannráninu og miðast hún að því að upplýsa þátt hvers og eins meints mannræningja í því.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira