Höfuðpaur nýsloppinn úr varðhaldi 3. september 2005 00:01 Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Fimm menn komu að verslun Bónus á Seltjarnarnesi á bíl í gær. Þrír þeirra fóru inn og tóku þar starfsmann með sér og neyddu hann með sér út í bíl. Þar lokuðu þeir hann ífarangrusgeymslu bifreiðarinnar og óku á brott. Skammt þar frá höfðu þeir í hótunum við hann og segir fórnarlambið að byssa hafi verið notuð við þær hótanir. Maðurinn var síðan neyddur til að taka um 30 þúsund krónur af reikningi sínum og láta ræningjanna fá féð. Þetta gerðist um hábjartan dag og að sögn vitna tók þetta mjög fljótt af, eða um 20 sekúndur. Hópur viðskiptavina var í verlsuninni en enginn aðhafðist nokkuð þar sem fólk áttaði sig ekki á því hvað var á seyði. Reyndar virðist sem einhver í versluninni hafi áttað sig á að ekki var allt með felldu því einhver þeirra hringdi í lögregluna. Þegar frekari upplýsingar lágu fyrir var lögreglan orðin viss hverjir þarna voru að verki og voru þeir handteknir hver af öðrum. Þeir voru síðan leiddir fyrir dómara í dag, sem úrskurðaði þá alla í sex daga gæsluvarðhald. Reyndar er sá sem talinn er höfuðpaurinn í málinu nýlaus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vikum saman vegna auðgunarbrota. Hann hafði átt þátt í fjölda þjófnaða í vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Í gær hlaut hann síðan dóm fyrir þau mál og dróst gæsluvarðhaldið frá. Með dóminum voru forsendur fyrir frekari gæslu brostnar og honum því sleppt. Hann var hins vegar ekki búinn að ganga lengi laus þegar hann var handtekinn að nýju vegna mannránsins. Samkvæmt upplýsingum tengjast tveir bræðra hans þessum málum. Meintir brotamenn eru á aldrinum 16 til 26 ára, en sá sem rænt var er tæplega tvítugur. Unnið er að rannsókn á mannráninu og miðast hún að því að upplýsa þátt hvers og eins meints mannræningja í því. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Fimm menn komu að verslun Bónus á Seltjarnarnesi á bíl í gær. Þrír þeirra fóru inn og tóku þar starfsmann með sér og neyddu hann með sér út í bíl. Þar lokuðu þeir hann ífarangrusgeymslu bifreiðarinnar og óku á brott. Skammt þar frá höfðu þeir í hótunum við hann og segir fórnarlambið að byssa hafi verið notuð við þær hótanir. Maðurinn var síðan neyddur til að taka um 30 þúsund krónur af reikningi sínum og láta ræningjanna fá féð. Þetta gerðist um hábjartan dag og að sögn vitna tók þetta mjög fljótt af, eða um 20 sekúndur. Hópur viðskiptavina var í verlsuninni en enginn aðhafðist nokkuð þar sem fólk áttaði sig ekki á því hvað var á seyði. Reyndar virðist sem einhver í versluninni hafi áttað sig á að ekki var allt með felldu því einhver þeirra hringdi í lögregluna. Þegar frekari upplýsingar lágu fyrir var lögreglan orðin viss hverjir þarna voru að verki og voru þeir handteknir hver af öðrum. Þeir voru síðan leiddir fyrir dómara í dag, sem úrskurðaði þá alla í sex daga gæsluvarðhald. Reyndar er sá sem talinn er höfuðpaurinn í málinu nýlaus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vikum saman vegna auðgunarbrota. Hann hafði átt þátt í fjölda þjófnaða í vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Í gær hlaut hann síðan dóm fyrir þau mál og dróst gæsluvarðhaldið frá. Með dóminum voru forsendur fyrir frekari gæslu brostnar og honum því sleppt. Hann var hins vegar ekki búinn að ganga lengi laus þegar hann var handtekinn að nýju vegna mannránsins. Samkvæmt upplýsingum tengjast tveir bræðra hans þessum málum. Meintir brotamenn eru á aldrinum 16 til 26 ára, en sá sem rænt var er tæplega tvítugur. Unnið er að rannsókn á mannráninu og miðast hún að því að upplýsa þátt hvers og eins meints mannræningja í því.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira