Borgin leigir útilistaverk 25. ágúst 2005 00:01 Samþykkt var á fundi Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í gær að fela Svanhildi Konráðsdóttur að semja við Sigurjón Sighvatsson um sýningarrétt á útilistaverkinu Blind Pavillion til tveggja ára. Þegar hefur verið gerð viljayfirlýsing um slíkan samning. Verkið, sem er í Viðey, er eftir Ólaf Elíasson. Forsenda samningsins er að Sigurjón kaupi verkið af Ólafi, en ekki er búið að ganga frá samningi þess efnis. Fyrir sýningarréttinn myndi Reykjavíkurborg borga eina milljón fyrir hvert ár, auk þess að greiða tryggingu fyrir verkið. Tryggingaverðið er metið á rúma sautján og hálfa milljón sem gæti verið helmingur af markaðsvirði. Sigurjón Sighvatsson segir að ef hann kaupi verkið af Ólafi, verði það óháð því hvort gerður verði samningur við Reykjavíkurborg. Það kom honum þó á óvart að þetta hafi verið rætt á fundinum, þar sem samningum er ekki lokið. "Þetta er ekki listaverk sem borgin myndi kaupa, nema með sérstakri fjárveitingu," segir Stefán Jón Hafstein, formaður Menningarmálaráðs. Hann segir að málið hafi borið nokkuð brátt að, þar sem búið var að ráða fólk til að taka verkið niður í næstu viku. "Þetta er gert af því að verkið er í Viðey, og okkur finnst mikilvægt að gera Viðey að menningarlegum áfangastað." Hann segir leiguverðið fyrir verkið ekki hátt, ef miðað er við aðra samstarfssamninga sem borgin hefur gert. Í gildi séu samningar við gallerí, þar sem Reykjavíkurborg greiði þeim eina til tvær milljónir á ári í styrki. Gísli Marteinn Baldursson, sem á sæti í ráðinu, segir að Sjálfstæðismenn hafi setið hjá við afgreiðslu málsins, ekki sé hægt að taka afstöðu til þess fyrr en þeir sjá samninginn. "Almennt séð væri það stefnubreyting að leigja listaverk af eigendum þeirra út í bæ og borga þeim meiri pening en við erum að borga listamönnum sem eiga verkin. Borgin þarf að fara varlega í því að borga kaupsýslumönnum út í bæ fyrir að sýna okkur listaverkin sem þeir hafa keypt þegar við erum á sama tíma að reyna að toga peninga út úr öðrum kaupsýslumönnum til að styrkja ýmsa listviðburði." Áslaug Thorlacius, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu fyrir hönd listamanna segir að sér finnist slíkur samningum mjög sérstakur, ekki síst í ljósi þess að tillagan barst ekki á borð ráðsins í samræmi við þær reglur sem það hefur sett sér um að listastyrkir fari í gegn um fagráð. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Samþykkt var á fundi Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í gær að fela Svanhildi Konráðsdóttur að semja við Sigurjón Sighvatsson um sýningarrétt á útilistaverkinu Blind Pavillion til tveggja ára. Þegar hefur verið gerð viljayfirlýsing um slíkan samning. Verkið, sem er í Viðey, er eftir Ólaf Elíasson. Forsenda samningsins er að Sigurjón kaupi verkið af Ólafi, en ekki er búið að ganga frá samningi þess efnis. Fyrir sýningarréttinn myndi Reykjavíkurborg borga eina milljón fyrir hvert ár, auk þess að greiða tryggingu fyrir verkið. Tryggingaverðið er metið á rúma sautján og hálfa milljón sem gæti verið helmingur af markaðsvirði. Sigurjón Sighvatsson segir að ef hann kaupi verkið af Ólafi, verði það óháð því hvort gerður verði samningur við Reykjavíkurborg. Það kom honum þó á óvart að þetta hafi verið rætt á fundinum, þar sem samningum er ekki lokið. "Þetta er ekki listaverk sem borgin myndi kaupa, nema með sérstakri fjárveitingu," segir Stefán Jón Hafstein, formaður Menningarmálaráðs. Hann segir að málið hafi borið nokkuð brátt að, þar sem búið var að ráða fólk til að taka verkið niður í næstu viku. "Þetta er gert af því að verkið er í Viðey, og okkur finnst mikilvægt að gera Viðey að menningarlegum áfangastað." Hann segir leiguverðið fyrir verkið ekki hátt, ef miðað er við aðra samstarfssamninga sem borgin hefur gert. Í gildi séu samningar við gallerí, þar sem Reykjavíkurborg greiði þeim eina til tvær milljónir á ári í styrki. Gísli Marteinn Baldursson, sem á sæti í ráðinu, segir að Sjálfstæðismenn hafi setið hjá við afgreiðslu málsins, ekki sé hægt að taka afstöðu til þess fyrr en þeir sjá samninginn. "Almennt séð væri það stefnubreyting að leigja listaverk af eigendum þeirra út í bæ og borga þeim meiri pening en við erum að borga listamönnum sem eiga verkin. Borgin þarf að fara varlega í því að borga kaupsýslumönnum út í bæ fyrir að sýna okkur listaverkin sem þeir hafa keypt þegar við erum á sama tíma að reyna að toga peninga út úr öðrum kaupsýslumönnum til að styrkja ýmsa listviðburði." Áslaug Thorlacius, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu fyrir hönd listamanna segir að sér finnist slíkur samningum mjög sérstakur, ekki síst í ljósi þess að tillagan barst ekki á borð ráðsins í samræmi við þær reglur sem það hefur sett sér um að listastyrkir fari í gegn um fagráð.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent