Lítið gert við athugasemdum 25. ágúst 2005 00:01 Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Persónuvernd kannar einungis mál ef ábendingar berast til hennar um að notkun myndavéla geti verið ólögmæt og hefur ekki heimild til að beita þá sem gerast brotlegir viðurlögum. Þá hefur lögreglan lítið aðhafst í slíkum málum hingað til. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna ekki hafa eftirlitsskyldu hvað þetta varði en ef hún fái kæru um að notuð sé myndavél án heimildar sinni hún því. Hún hafi fengið kæru um að notuð væri myndavél í svefnherbergi en það mál hafi ekki haft þau eftirmál að það kallaði á frekari aðgerðir lögreglu. Hann kannist því ekki við að hægt sé að beina þess konar málum til lögreglunnar. Spurður hvort enginn hafi eftirlit með notkun öryggismyndavéla eða fylgist með sölu á þeim og innflutningi segir Geir Jón að það sé alla vega ekki í verkahring lögreglunnar. Persónuvernd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class, hefði brotið alvarlega af sér með því að koma upp falinni eftirlitsmyndavél í búningsklefa til að upplýsa þjófnaðarmál, sem hann og gerði. Aðspurður um þau orð Björns að lögregla hafi ekkert aðhafast í málinu og að menn innan lögreglunnar hafi ráðlagt honum að koma fyrir vél í búningsklefanum segist Geir Jón ekki þekkja til þess en rétt sé hjá Birni að það hefði verið erfitt fyrir lögreglu að upplýsa málið inni á þessum stað. Persónuvernd hefur ekki heimilid til að aðhafast frekar í málinu, ólíklegt er að þjófurinn sem festur var á filmu muni kæra og því mun lögreglan ekki aðhafast frekar. Það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort hver sem er geti komið upp földum myndavélum á opinberum stöðum líkt og eigandi World Class gerði og þrátt fyrir að upp komist og Persónuvernd geri við það athugasemdir þá verði engin eftirmál. Aðspurður hvort lögregla hafi aðgætt hvort vél hafi verið fjarlægð segir Geir Jón að lögregla hafi ekki gert það. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Persónuvernd kannar einungis mál ef ábendingar berast til hennar um að notkun myndavéla geti verið ólögmæt og hefur ekki heimild til að beita þá sem gerast brotlegir viðurlögum. Þá hefur lögreglan lítið aðhafst í slíkum málum hingað til. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna ekki hafa eftirlitsskyldu hvað þetta varði en ef hún fái kæru um að notuð sé myndavél án heimildar sinni hún því. Hún hafi fengið kæru um að notuð væri myndavél í svefnherbergi en það mál hafi ekki haft þau eftirmál að það kallaði á frekari aðgerðir lögreglu. Hann kannist því ekki við að hægt sé að beina þess konar málum til lögreglunnar. Spurður hvort enginn hafi eftirlit með notkun öryggismyndavéla eða fylgist með sölu á þeim og innflutningi segir Geir Jón að það sé alla vega ekki í verkahring lögreglunnar. Persónuvernd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class, hefði brotið alvarlega af sér með því að koma upp falinni eftirlitsmyndavél í búningsklefa til að upplýsa þjófnaðarmál, sem hann og gerði. Aðspurður um þau orð Björns að lögregla hafi ekkert aðhafast í málinu og að menn innan lögreglunnar hafi ráðlagt honum að koma fyrir vél í búningsklefanum segist Geir Jón ekki þekkja til þess en rétt sé hjá Birni að það hefði verið erfitt fyrir lögreglu að upplýsa málið inni á þessum stað. Persónuvernd hefur ekki heimilid til að aðhafast frekar í málinu, ólíklegt er að þjófurinn sem festur var á filmu muni kæra og því mun lögreglan ekki aðhafast frekar. Það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort hver sem er geti komið upp földum myndavélum á opinberum stöðum líkt og eigandi World Class gerði og þrátt fyrir að upp komist og Persónuvernd geri við það athugasemdir þá verði engin eftirmál. Aðspurður hvort lögregla hafi aðgætt hvort vél hafi verið fjarlægð segir Geir Jón að lögregla hafi ekki gert það.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira