Annarleg ástand tefur yfirheyrslu 22. ágúst 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, stóð til að yfirheyra hinn grunaða um helgina en ástand hans var með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Honum var gefinn tími til að hvíla sig og stóð til að yfirheyrslur yfir honum færu fram í gær. Að sögn Ómars Smára er málið enn í rannsókn og segir hann að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar þar sem það varði hagsmuni rannsóknar af þessu tagi og muni lögreglan halda rannsókn málsins áfram með hefðbundnum hætti. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning snemma á laugardagsmorgun um að maður hefði verið stunginn í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að maðurinn hafði verið stunginn í hjartastað og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Þær báru ekki árangur og lést maðurinn skömmu síðar. Lagt var hald á hníf í íbúðinni sem talinn er vera morðvopnið. Þrír karlmenn og ein kona, sem öll voru í íbúðinni, voru handtekin á staðnum og færð til yfirheyrslu, grunuð um að vera völd að dauða mannsins. Þau voru öll í annarlegu ástandi. Þeim var sleppt síðar um kvöldið. Einn til viðbótar var svo handtekinn á laugardag en sleppt daginn eftir. Einn þessara manna var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis á laugardaginn en hann var gestur í húsinu eins og fórnarlambið. Að sögn Ómars Smára verður yfirheyrslum haldið áfram næstu daga þar til tildrög morðsins skýrast en allt eins má búast við að þau sem þegar hafa verið færð til yfirheyrslu verði yfirheyrð nánar um tildrög atburðarins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, stóð til að yfirheyra hinn grunaða um helgina en ástand hans var með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Honum var gefinn tími til að hvíla sig og stóð til að yfirheyrslur yfir honum færu fram í gær. Að sögn Ómars Smára er málið enn í rannsókn og segir hann að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar þar sem það varði hagsmuni rannsóknar af þessu tagi og muni lögreglan halda rannsókn málsins áfram með hefðbundnum hætti. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning snemma á laugardagsmorgun um að maður hefði verið stunginn í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að maðurinn hafði verið stunginn í hjartastað og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Þær báru ekki árangur og lést maðurinn skömmu síðar. Lagt var hald á hníf í íbúðinni sem talinn er vera morðvopnið. Þrír karlmenn og ein kona, sem öll voru í íbúðinni, voru handtekin á staðnum og færð til yfirheyrslu, grunuð um að vera völd að dauða mannsins. Þau voru öll í annarlegu ástandi. Þeim var sleppt síðar um kvöldið. Einn til viðbótar var svo handtekinn á laugardag en sleppt daginn eftir. Einn þessara manna var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis á laugardaginn en hann var gestur í húsinu eins og fórnarlambið. Að sögn Ómars Smára verður yfirheyrslum haldið áfram næstu daga þar til tildrög morðsins skýrast en allt eins má búast við að þau sem þegar hafa verið færð til yfirheyrslu verði yfirheyrð nánar um tildrög atburðarins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira