Stunginn í bakið á róstusamri nótt 21. ágúst 2005 00:01 Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, náðist skammt frá og var handtekinn. Pilturinn sem varð fyrir árás særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Ekki lá fyrir í gær hvað ástæður voru að baki hnífsstungunni en að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns stóðu skýrslutökur yfir og von til að málið skýrðist fljótt. Geir Jón segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni hafa komið að góðu gagni. "Við gátum séð í beinni útsendingu hvað var að gerast og fylgt árásarmanninum eftir." Hnífstungan var alvarlegasta atvikið í fyrrinótt en mikið var um átök og læti. "Nóttin var nokkuð strembin. Hátíðin gekk alveg frábærlega vel og þar voru engin slys," segir Geir Jón og bætir við að eftir að fjölskyldufólk hafi farið heim úr bænum hafi stemningin breyst. "Það var nokkuð stór hópur sem var með erfiðleika," segir Geir Jón. Töluverðar hópamyndanir voru á nokkrum stöðum í miðborginni þar sem fólk tókst á. "Lögreglumenn sem ég hef rætt við sögðu að það áttaði sig enginn á því hver ástæðan væri, þetta væri einhver pirringur sem leystist út læðingi." Hann segir ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna til svo útbreiddra átaka hafi komið, þrátt fyrir að flestir hafi verið til fyrirmyndar, en tvennt kunni að hafa haft áhrif. "Þetta er síðasta helgin áður en skólarnir byrja, sumarvinnunni lokið og búið að gera upp. Sumir telja sig geta leyft sér hvað sem er." Að auki setji rigning og kuldi strik í reikninginn. Hann segir að þeir sem hafi haft sig mest í frammi séu krakkar sem lögreglan verði alla jafna ekki vör við í bænum. Um 80 til 90 þúsund manns voru í bænum á Menningarnótt og segir Geir Jón að það hafi tekið eina og hálfa klukkustund að koma umferðinni í eðlilegt horf. Þá hafi strætisvagnar farið fullir úr miðborginni fram á nótt og langar raðir verið eftir leigubílum. Búið var að hreinsa til í miðborginni um hádegi í gær. Þegar hreinsunarsveitir mættu til vinnu voru enn margir að skemmta sér en þeir voru flestir farnir um átta í gærmorgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, náðist skammt frá og var handtekinn. Pilturinn sem varð fyrir árás særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Ekki lá fyrir í gær hvað ástæður voru að baki hnífsstungunni en að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns stóðu skýrslutökur yfir og von til að málið skýrðist fljótt. Geir Jón segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni hafa komið að góðu gagni. "Við gátum séð í beinni útsendingu hvað var að gerast og fylgt árásarmanninum eftir." Hnífstungan var alvarlegasta atvikið í fyrrinótt en mikið var um átök og læti. "Nóttin var nokkuð strembin. Hátíðin gekk alveg frábærlega vel og þar voru engin slys," segir Geir Jón og bætir við að eftir að fjölskyldufólk hafi farið heim úr bænum hafi stemningin breyst. "Það var nokkuð stór hópur sem var með erfiðleika," segir Geir Jón. Töluverðar hópamyndanir voru á nokkrum stöðum í miðborginni þar sem fólk tókst á. "Lögreglumenn sem ég hef rætt við sögðu að það áttaði sig enginn á því hver ástæðan væri, þetta væri einhver pirringur sem leystist út læðingi." Hann segir ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna til svo útbreiddra átaka hafi komið, þrátt fyrir að flestir hafi verið til fyrirmyndar, en tvennt kunni að hafa haft áhrif. "Þetta er síðasta helgin áður en skólarnir byrja, sumarvinnunni lokið og búið að gera upp. Sumir telja sig geta leyft sér hvað sem er." Að auki setji rigning og kuldi strik í reikninginn. Hann segir að þeir sem hafi haft sig mest í frammi séu krakkar sem lögreglan verði alla jafna ekki vör við í bænum. Um 80 til 90 þúsund manns voru í bænum á Menningarnótt og segir Geir Jón að það hafi tekið eina og hálfa klukkustund að koma umferðinni í eðlilegt horf. Þá hafi strætisvagnar farið fullir úr miðborginni fram á nótt og langar raðir verið eftir leigubílum. Búið var að hreinsa til í miðborginni um hádegi í gær. Þegar hreinsunarsveitir mættu til vinnu voru enn margir að skemmta sér en þeir voru flestir farnir um átta í gærmorgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira