Hótar að vísa mótmælendum úr landi 11. ágúst 2005 00:01 Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla. Niðurstöður Útlendingastofnunar vegna mótmælendanna á Austurlandi voru sendar embætti Ríkislögreglustjóra til birtingar í dag. Niðurstöðurnar varða 21 útlending. Vitað er að þeir tólf, sem sýslumaðurinn á Eskifirði, krafðist að vísað yrði úr landi eru í hópnum en hverjir hinir níu eru er óljóst. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra verða fólkinu líklega ekki birtar niðurstöðurnar í dag heldur á morgun eða næstu daga. Sá fyrirvari að fólkinu verði hugsanlega vísað úr landi þýðir að Útlendingastofnun sé að íhuga að vísa þeim úr landi en sé ekki búin að taka endanlega ákvörðun um það. Mótmælendurnir fá svo eina viku til að mótmæla þessari íhugun um brottvísun. Þegar sýslumaðurinn á Seyðisfirði krafðist að tveimur mönnum og einni konu yrði vísað á brott eftir mótmæli við Kárahnjúka í lok júlí var því hafnað. Ekki þóttu vera fyrir hendi lagaheimildir til að vísa fólkinu úr landi og munaði þar mestu um að það væri íbúar á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Í byrjun ágúst fór svo sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að tólf manns sem töfðu byggingu álvers í Reyðarfirði yrði vísað brott. Taldi sýslumaður meiri möguleika á að það bæri erindi sem erfiði meðal annars vegna þess að í einhverjum tilfellanna var um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess átti að liggja nákvæmar fyrir hverjir hefðu gert hvað. Þeim sem verður vísað brott mega ekki koma til Íslands næstu þrjú árin. Ekki náðist í mótmælendurna nú rétt fyrir fréttir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla. Niðurstöður Útlendingastofnunar vegna mótmælendanna á Austurlandi voru sendar embætti Ríkislögreglustjóra til birtingar í dag. Niðurstöðurnar varða 21 útlending. Vitað er að þeir tólf, sem sýslumaðurinn á Eskifirði, krafðist að vísað yrði úr landi eru í hópnum en hverjir hinir níu eru er óljóst. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra verða fólkinu líklega ekki birtar niðurstöðurnar í dag heldur á morgun eða næstu daga. Sá fyrirvari að fólkinu verði hugsanlega vísað úr landi þýðir að Útlendingastofnun sé að íhuga að vísa þeim úr landi en sé ekki búin að taka endanlega ákvörðun um það. Mótmælendurnir fá svo eina viku til að mótmæla þessari íhugun um brottvísun. Þegar sýslumaðurinn á Seyðisfirði krafðist að tveimur mönnum og einni konu yrði vísað á brott eftir mótmæli við Kárahnjúka í lok júlí var því hafnað. Ekki þóttu vera fyrir hendi lagaheimildir til að vísa fólkinu úr landi og munaði þar mestu um að það væri íbúar á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Í byrjun ágúst fór svo sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að tólf manns sem töfðu byggingu álvers í Reyðarfirði yrði vísað brott. Taldi sýslumaður meiri möguleika á að það bæri erindi sem erfiði meðal annars vegna þess að í einhverjum tilfellanna var um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess átti að liggja nákvæmar fyrir hverjir hefðu gert hvað. Þeim sem verður vísað brott mega ekki koma til Íslands næstu þrjú árin. Ekki náðist í mótmælendurna nú rétt fyrir fréttir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira