Tugmilljóna útgjöld vegna mótmæla 5. ágúst 2005 00:01 Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Mótmælendur hafa í tvígang stöðvað vinnu við Kárahnjúka með því að hlekkja sig við vinnutæki. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, lögmanns Impregilo, er kostnaður vegna vinnutapsins á annan tug milljóna króna. Þórarinn segir hæpið að krafa verði gerð á Landsvirkjun vegna tapsins en sú staða gæti komið upp verði um mikið meira vinnutap að ræða, en Landsvirkjun er að hálfu í eigu ríkisins. Í gær stöðvuðu mótmælendur svo álversframkvæmdir í Reyðarfirði og var áætlað að átta milljónir króna hefðu tapast vegna tafanna. Ljóst er að kostnaðurinn vegna vinnutapsins á Reyðarfirði fellur á Bechtel sem hugsanlega getur gert kröfu á Alcoa sem fyrirtækið reisir álverið fyrir. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent fjölda lögreglumanna austur vegna mótmælanna og segir Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri að þetta hafi í för með sér verulegan kostnað fyrir embættið. Í heild gæti löggæslukostnaður því hlaupið á milljónum króna en það hefur þó ekki verið tekið nákvæmlega saman enn sem komið er. Þórir segir vel haldið utan um þessar upplýsingar og ef upphæðin verði hærri en fjárveiting embættisins leyfi gæti þurft að leita eftir auka fjárveitingu frá stjórnvöldum. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Sýslumaðurinn á Eskifirði mun trúlega í kvöld senda erindi til Útlendingastofnunar og fara fram á að einhverjum mótmælendanna verði vísað úr landi. Unnið var að því seinni partinn í dag að fara yfir hverjir þeirra hefðu áður verið handteknir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Mótmælendur hafa í tvígang stöðvað vinnu við Kárahnjúka með því að hlekkja sig við vinnutæki. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, lögmanns Impregilo, er kostnaður vegna vinnutapsins á annan tug milljóna króna. Þórarinn segir hæpið að krafa verði gerð á Landsvirkjun vegna tapsins en sú staða gæti komið upp verði um mikið meira vinnutap að ræða, en Landsvirkjun er að hálfu í eigu ríkisins. Í gær stöðvuðu mótmælendur svo álversframkvæmdir í Reyðarfirði og var áætlað að átta milljónir króna hefðu tapast vegna tafanna. Ljóst er að kostnaðurinn vegna vinnutapsins á Reyðarfirði fellur á Bechtel sem hugsanlega getur gert kröfu á Alcoa sem fyrirtækið reisir álverið fyrir. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent fjölda lögreglumanna austur vegna mótmælanna og segir Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri að þetta hafi í för með sér verulegan kostnað fyrir embættið. Í heild gæti löggæslukostnaður því hlaupið á milljónum króna en það hefur þó ekki verið tekið nákvæmlega saman enn sem komið er. Þórir segir vel haldið utan um þessar upplýsingar og ef upphæðin verði hærri en fjárveiting embættisins leyfi gæti þurft að leita eftir auka fjárveitingu frá stjórnvöldum. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Sýslumaðurinn á Eskifirði mun trúlega í kvöld senda erindi til Útlendingastofnunar og fara fram á að einhverjum mótmælendanna verði vísað úr landi. Unnið var að því seinni partinn í dag að fara yfir hverjir þeirra hefðu áður verið handteknir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira