Vilja þyngri dóma í mansalsmálum 3. júní 2005 00:01 Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að taka á öllum málum tengdum mansali, þar sem konur um allan heim eru oftar en ekki fórnarlömb, af ákveðni og hörku. "Ég benti á það þegar þessi mál fóru að koma í vaxandi mæli við sögu hér á landi að það væri nauðsynlegt gefa þau skilaboð til glæpamanna sem að mansali standa, að flutningsleið með fólk um Ísland sé vondur kostur". Kristín dregur í efa að þau fordæmi sem dómar í þessum málum hafi verið nógu sterk skilboð. "Ég gagnrýndi það á sínum tíma hvers vegna ekki væri tekið harðar á þessum málum, líkt og gert er í löndum í kringum okkur, en þá gáfu dómstólar tóninn með því að dæma mann fyrir brot sem tengdist mansali, í fimm mánaða fangelsi". Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Ísland, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, segir ekki þeirra að dæma um hvort refsingarnar séu nógu harðar en það sé alveg ljóst að Ísland verði að hafa skýra stefnu hvað þessi mál varðar. "Það verður að taka ákveðið á þessum málum hjá dómstólum, en það verður líka að huga að vandanum í víðara samhengi og taka þátt í því alþjóðlega starfi sem unnið er til þess að stemma stigum við þeim djúpstæða og umfangsmikla vanda sem mansalið er". Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að tekið sé á þessum málum með svipuðum hætti og gert er í löndum í kringum okkur. "Það er óheppilegt að dæmt sé með öðrum hætti hér á Íslandi, heldur en til dæmis í nágrannlöndunum, því þá fara glæpamennirnir að leita eftir því að fara hér í gegn, þar sem hér eru vægari refsingar við þess háttar brotum. Þetta hefur gerst í fíkniefnamálunum annars staðar í heiminum, og það er ekki eftirsóknavert að skapa griðland fyrir þessa starfsemi hér á landi. Samræmi milli ríkja í þessum málum er því afar mikilvægt". Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að taka á öllum málum tengdum mansali, þar sem konur um allan heim eru oftar en ekki fórnarlömb, af ákveðni og hörku. "Ég benti á það þegar þessi mál fóru að koma í vaxandi mæli við sögu hér á landi að það væri nauðsynlegt gefa þau skilaboð til glæpamanna sem að mansali standa, að flutningsleið með fólk um Ísland sé vondur kostur". Kristín dregur í efa að þau fordæmi sem dómar í þessum málum hafi verið nógu sterk skilboð. "Ég gagnrýndi það á sínum tíma hvers vegna ekki væri tekið harðar á þessum málum, líkt og gert er í löndum í kringum okkur, en þá gáfu dómstólar tóninn með því að dæma mann fyrir brot sem tengdist mansali, í fimm mánaða fangelsi". Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Ísland, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, segir ekki þeirra að dæma um hvort refsingarnar séu nógu harðar en það sé alveg ljóst að Ísland verði að hafa skýra stefnu hvað þessi mál varðar. "Það verður að taka ákveðið á þessum málum hjá dómstólum, en það verður líka að huga að vandanum í víðara samhengi og taka þátt í því alþjóðlega starfi sem unnið er til þess að stemma stigum við þeim djúpstæða og umfangsmikla vanda sem mansalið er". Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að tekið sé á þessum málum með svipuðum hætti og gert er í löndum í kringum okkur. "Það er óheppilegt að dæmt sé með öðrum hætti hér á Íslandi, heldur en til dæmis í nágrannlöndunum, því þá fara glæpamennirnir að leita eftir því að fara hér í gegn, þar sem hér eru vægari refsingar við þess háttar brotum. Þetta hefur gerst í fíkniefnamálunum annars staðar í heiminum, og það er ekki eftirsóknavert að skapa griðland fyrir þessa starfsemi hér á landi. Samræmi milli ríkja í þessum málum er því afar mikilvægt".
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira