200 þúsund á málaskrá lögreglu 27. maí 2005 00:01 Fjöldi íslenskra ríkisborgara á svokallaðri málaskrá Ríkislögreglustjóra samsvarar öllum Íslendingum á aldrinum 17-80 ára. Á skránni voru um miðjan þennan mánuð skráð nöfn 201.278 einstaklinga en Íslendingar á aldrinum 17-79 ára voru 200.789 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar. Að sögn Jónmundar Kjartanssonar yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra gilda strangar reglur um aðgang að skránni en engu að síður hafa allir lögreglumenn landsins aðgang að henni fimm ár aftur í tímann. Ýmis svæði hennar eru þó einungis aðgengileg yfirmönnum. Skráin sem er miðlægur gagnagrunnur var tekin í notkun árið 1988 og þá voru færð inn í hana tölvugögn frá Rannsóknarlögreglunni og Lögreglunni í Reykjavík, þannig að hún nær ein tuttugu ár aftur í tímann. Ástæðan fyrir öllum þessum fjölda á skránni er að allir sem hafa með einhverjum hætti tengst lögreglumálum á þessu tímabili, fara sjálfkrafa inn á skrána. Þetta á við um alla þá sem kæra mál, komast með einhverjum hætti í kast við lögin, hafa lent í slysum, eru vitni og þar fram eftir götunum. Það sem er skráð er nafn, kennitala, lögheimili og dvalarstaður. Jónmundur segir alla meðferð skráðra upplýsinga hafa breyst verulega til batnaðar með reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu sem sett var 2001. "Þannig getur hver sem er sent okkur línu og farið fram á að fá vitneskju um þær upplýsinga sem um hann eru skráðar í kerfi lögreglunnar og við veitum þær. Og ef þær eru sannarlega ranglega skráðar, leiðréttum við þær að sjálfsögðu", segir Jónmundur Kjartansson. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Fjöldi íslenskra ríkisborgara á svokallaðri málaskrá Ríkislögreglustjóra samsvarar öllum Íslendingum á aldrinum 17-80 ára. Á skránni voru um miðjan þennan mánuð skráð nöfn 201.278 einstaklinga en Íslendingar á aldrinum 17-79 ára voru 200.789 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar. Að sögn Jónmundar Kjartanssonar yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra gilda strangar reglur um aðgang að skránni en engu að síður hafa allir lögreglumenn landsins aðgang að henni fimm ár aftur í tímann. Ýmis svæði hennar eru þó einungis aðgengileg yfirmönnum. Skráin sem er miðlægur gagnagrunnur var tekin í notkun árið 1988 og þá voru færð inn í hana tölvugögn frá Rannsóknarlögreglunni og Lögreglunni í Reykjavík, þannig að hún nær ein tuttugu ár aftur í tímann. Ástæðan fyrir öllum þessum fjölda á skránni er að allir sem hafa með einhverjum hætti tengst lögreglumálum á þessu tímabili, fara sjálfkrafa inn á skrána. Þetta á við um alla þá sem kæra mál, komast með einhverjum hætti í kast við lögin, hafa lent í slysum, eru vitni og þar fram eftir götunum. Það sem er skráð er nafn, kennitala, lögheimili og dvalarstaður. Jónmundur segir alla meðferð skráðra upplýsinga hafa breyst verulega til batnaðar með reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu sem sett var 2001. "Þannig getur hver sem er sent okkur línu og farið fram á að fá vitneskju um þær upplýsinga sem um hann eru skráðar í kerfi lögreglunnar og við veitum þær. Og ef þær eru sannarlega ranglega skráðar, leiðréttum við þær að sjálfsögðu", segir Jónmundur Kjartansson.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira