Þrjú ár fyrir tæp þrjú kíló 26. maí 2005 00:01 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir fjórum sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svokallaða er þó mun stærra í heild sinni. Einn hinna ákærðu, Hinrik Jóhannsson, keypti í mars 2004 1.600 grömm af amfetamíni í Amsterdam og afhenti Jóni Arnari Reynissyni, þá skipverja á Dettifossi, efnið tveimur dögum síðar í Rotterdam til flutnings. Einnig sótti Jón Arnar, með öðrum óþekktum manni, 1.100 grömm af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem voru grafin í jörðu nærri sjómannaheimilinu í Rotterdam. Sigurður Þór Sigurðsson, annar skipverji á Dettifossi, aðstoðaði Jón Arnar við að koma efnunum fyrir í gámi í skipinu og útvegaði honum auk þess innsigli á gáminn. Jón Arnar sem þá átti sjálfur við fíkniefnavanda að stríða rauf hins vegar innsiglið á leið yfir hafið til þess að komast í efnin sjálfur. Skipverji varð svo var við það að innsiglið hafði verið rofið, fór inn í gáminn og fann þar pakkana með fíkniefnunum og lét skipstjóra vita. Skipstjórinn hafði samband við lögreglu sem gerði efnin upptæk þegar skipið lagði að bryggju. Í öðrum lið ákærunnar er dæmt fyrir um 400 grömm af amfetamíni sem Jón Arnar reyndi að flytja hingað til lands fyrir Hinrik með Dettifossi í júní sama ár en guggnaði og losaði sig við efnin áður en ferðinni lauk. Maðurinn sem grunaður var um að hafa afhent honum efnin var sýknaður af þeim lið ákærunnar og skipti þar miklu að Hinrik breytti fyrri framburði sínum fyrir dómi og vildi sjálfur taka ábyrgð á því að hafa keypt efnin. Maðurinn var hins vegar dæmdur í fésektir fyrir að hafa undir höndum um 17 grömm af amfetamíni sem lögregla lagði hald á í húsleit hjá honum. Hinrik var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2 kílóum af amfetamíni, Jón Arnar í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2,7 kílóum af amfetamíni og tæplega 600 grömmum af kókaíni og Sigurður Þór í eins árs fangelsi fyrir að hafa aðstoðað Jón Arnar við innflutninginn og að hafa reynt að flytja hingað til lands nokkurt magn af munn- og neftóbaki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir fjórum sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svokallaða er þó mun stærra í heild sinni. Einn hinna ákærðu, Hinrik Jóhannsson, keypti í mars 2004 1.600 grömm af amfetamíni í Amsterdam og afhenti Jóni Arnari Reynissyni, þá skipverja á Dettifossi, efnið tveimur dögum síðar í Rotterdam til flutnings. Einnig sótti Jón Arnar, með öðrum óþekktum manni, 1.100 grömm af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem voru grafin í jörðu nærri sjómannaheimilinu í Rotterdam. Sigurður Þór Sigurðsson, annar skipverji á Dettifossi, aðstoðaði Jón Arnar við að koma efnunum fyrir í gámi í skipinu og útvegaði honum auk þess innsigli á gáminn. Jón Arnar sem þá átti sjálfur við fíkniefnavanda að stríða rauf hins vegar innsiglið á leið yfir hafið til þess að komast í efnin sjálfur. Skipverji varð svo var við það að innsiglið hafði verið rofið, fór inn í gáminn og fann þar pakkana með fíkniefnunum og lét skipstjóra vita. Skipstjórinn hafði samband við lögreglu sem gerði efnin upptæk þegar skipið lagði að bryggju. Í öðrum lið ákærunnar er dæmt fyrir um 400 grömm af amfetamíni sem Jón Arnar reyndi að flytja hingað til lands fyrir Hinrik með Dettifossi í júní sama ár en guggnaði og losaði sig við efnin áður en ferðinni lauk. Maðurinn sem grunaður var um að hafa afhent honum efnin var sýknaður af þeim lið ákærunnar og skipti þar miklu að Hinrik breytti fyrri framburði sínum fyrir dómi og vildi sjálfur taka ábyrgð á því að hafa keypt efnin. Maðurinn var hins vegar dæmdur í fésektir fyrir að hafa undir höndum um 17 grömm af amfetamíni sem lögregla lagði hald á í húsleit hjá honum. Hinrik var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2 kílóum af amfetamíni, Jón Arnar í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2,7 kílóum af amfetamíni og tæplega 600 grömmum af kókaíni og Sigurður Þór í eins árs fangelsi fyrir að hafa aðstoðað Jón Arnar við innflutninginn og að hafa reynt að flytja hingað til lands nokkurt magn af munn- og neftóbaki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira