Æðra stjórnvald stjórni ekki 20. maí 2005 00:01 Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær hefur dómsmálaráðuneytið neitað Lilju Sæmundsdóttur um að ættleiða barn vegna offitu. Hún höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu en málið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Lilju, segir starf dómsmálaráðuneytisins vera að gæta hagsmuna barna en ráðuneytinu hafi þó ekki tekist ætlunarverk sitt að þessu sinni. Lilja skilaði inn vottorði frá hjartalækni sem fann ekkert að Lilju, hún væri við hestaheilsu, en ráðuneytið tók það ekki til greina. Þá tók ráðuneytið ekki mark á umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti með að Lilja fengi að ættleiða. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra einstæðu kvenna sem fékk að ættleiða. Hún segir ættleiðingarlögin að mörgu leyti of ströng og að útlit fólks sé ekki þáttur sem horfa eigi til í þessum málum. Að hennar mati komi það yfirvöldum ekkert við í ferli sem þessu. Þórunn segir yfirvaldið geta verið ósanngjarnt. Þegar félagsmálayfirvöld í sveitarfélagi hafi samþykkt viðkomandi sjái hún ekki nein rök fyrir því að æðra stjórnvald setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytistjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að ekkert eitt atriði hafi ráðið því að umsókn Lilju hafi verið hafnað. Það að hún sé einhleyp, 47 ára gömul og of feit hafi allt spilað saman. Þá sagði Þorsteinn að litið hafi verið til lagaskilyrða heildstætt sem hafi leitt til þess að ráðuneytið hafi orðið að synja umsók hennar. Lögmaður Lilju segir ekki vera samræmi í því hvernig ráðuneytið velji á milli fólks sem sæki um að ættleiða og fordómar gagnvart Lilju séu ekki ásættanlegir. Ragnar segist bjartsýnn á að Lilja vinni málið og engin rök séu fyrir því að Lilja fái ekki að ættleiða. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær hefur dómsmálaráðuneytið neitað Lilju Sæmundsdóttur um að ættleiða barn vegna offitu. Hún höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu en málið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Lilju, segir starf dómsmálaráðuneytisins vera að gæta hagsmuna barna en ráðuneytinu hafi þó ekki tekist ætlunarverk sitt að þessu sinni. Lilja skilaði inn vottorði frá hjartalækni sem fann ekkert að Lilju, hún væri við hestaheilsu, en ráðuneytið tók það ekki til greina. Þá tók ráðuneytið ekki mark á umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti með að Lilja fengi að ættleiða. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra einstæðu kvenna sem fékk að ættleiða. Hún segir ættleiðingarlögin að mörgu leyti of ströng og að útlit fólks sé ekki þáttur sem horfa eigi til í þessum málum. Að hennar mati komi það yfirvöldum ekkert við í ferli sem þessu. Þórunn segir yfirvaldið geta verið ósanngjarnt. Þegar félagsmálayfirvöld í sveitarfélagi hafi samþykkt viðkomandi sjái hún ekki nein rök fyrir því að æðra stjórnvald setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytistjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að ekkert eitt atriði hafi ráðið því að umsókn Lilju hafi verið hafnað. Það að hún sé einhleyp, 47 ára gömul og of feit hafi allt spilað saman. Þá sagði Þorsteinn að litið hafi verið til lagaskilyrða heildstætt sem hafi leitt til þess að ráðuneytið hafi orðið að synja umsók hennar. Lögmaður Lilju segir ekki vera samræmi í því hvernig ráðuneytið velji á milli fólks sem sæki um að ættleiða og fordómar gagnvart Lilju séu ekki ásættanlegir. Ragnar segist bjartsýnn á að Lilja vinni málið og engin rök séu fyrir því að Lilja fái ekki að ættleiða.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira