Óánægja með sýknudóm yfir Lettum 14. maí 2005 00:01 Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Mennirnir tveir sem störfuðu sem rútubílstjórar á vegum GT verktaka, sem er undirverktaki verktakafyrirtækisins Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu, sögðust vera hér samkvæmt verktakasamningi við lettneska starfsmannaleigu. Halldór Grönvold hjá Alþýðusambandi Íslands segist vita að hér megi flytja inn fólk frá nýjum aðildarríkjunum ESB ef um þjónustusamninga er að ræða. Hins vegar sé sambandið ósátt við að dómarinn skuli leggja til grundvallar málamyndagerning á atburðarás sem hafi verið hönnuð löngu eftir að umræddir erlendir verkamenn hafi komkið hingað til starfa. Þeir hafi komið í byrjun febrúar og hafið störf en grunnurinn að dóminum sé samningur sem undirritaður hafi verið 29. mars, eða einum mánuði og þremur vikum síðar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lögum um útlendinga megi útlendingar, sem falla undir reglur EES-samningsins eða stofnsamnings EFTA, koma til landsins og dvelja hér og starfa án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði. Halldór segir að ASÍ hefði viljað að ákæruvaldið á Austurlandi hefði brugðist mun hraðar við þannig að það væri ekki hægt að setja atburðarás í gang eins og fyrirtækin Vislandia og GT verktakar hafi gert. Halldór segir þó að ekki sé við Lettana að sakast í þessu máli heldur fyrirtækin. ASÍ hafi lagt áherslu á það að þessir erlendu verkamenn séu fórnarlömb í atburðarásinni og að fyrirtækin séu í raun að misnota þá. Það sem skipti máli sé að íslenskum starfsmönnum hjá GT verktökum hafi verið sagt upp án nokkurra saka til þess að ráða ódýrt, erlent vinnuafl. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Mennirnir tveir sem störfuðu sem rútubílstjórar á vegum GT verktaka, sem er undirverktaki verktakafyrirtækisins Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu, sögðust vera hér samkvæmt verktakasamningi við lettneska starfsmannaleigu. Halldór Grönvold hjá Alþýðusambandi Íslands segist vita að hér megi flytja inn fólk frá nýjum aðildarríkjunum ESB ef um þjónustusamninga er að ræða. Hins vegar sé sambandið ósátt við að dómarinn skuli leggja til grundvallar málamyndagerning á atburðarás sem hafi verið hönnuð löngu eftir að umræddir erlendir verkamenn hafi komkið hingað til starfa. Þeir hafi komið í byrjun febrúar og hafið störf en grunnurinn að dóminum sé samningur sem undirritaður hafi verið 29. mars, eða einum mánuði og þremur vikum síðar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lögum um útlendinga megi útlendingar, sem falla undir reglur EES-samningsins eða stofnsamnings EFTA, koma til landsins og dvelja hér og starfa án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði. Halldór segir að ASÍ hefði viljað að ákæruvaldið á Austurlandi hefði brugðist mun hraðar við þannig að það væri ekki hægt að setja atburðarás í gang eins og fyrirtækin Vislandia og GT verktakar hafi gert. Halldór segir þó að ekki sé við Lettana að sakast í þessu máli heldur fyrirtækin. ASÍ hafi lagt áherslu á það að þessir erlendu verkamenn séu fórnarlömb í atburðarásinni og að fyrirtækin séu í raun að misnota þá. Það sem skipti máli sé að íslenskum starfsmönnum hjá GT verktökum hafi verið sagt upp án nokkurra saka til þess að ráða ódýrt, erlent vinnuafl.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent