Máli Gunnars Arnar vísað frá dómi 12. maí 2005 00:01 Hæstiréttur taldi slíka annmarka á rannsókn lögreglu á meintum brotum Gunnars Arnar Kristjánssonar, fyrrum forstjóra SÍF og endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna, á lögum um endurskoðendur að ekki væri stætt á öðru en að vísa málinu frá dómi. Þá segir dómurinn verknaðarlýsingu í ákærunni á hendur Gunnari vera verulegum annmörkum háða. Gunnar Örn var ákærður fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi þegar Lárus Halldórrson, fyrrum framkvæmdastjóri Tryggingasjóðsins, dró sér tæpar 76 milljónir króna úr sjóðnum á tæpum áratug. Lárus var í júlí í fyrra dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til endurgreiðslu tæplega 47, 6 milljóna króna, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í nóvember Gunnar Örn. Þeim dómi áfrýjaði ríkissaksóknari. Hæstiréttur segir ófært að leggja mat á hvort Gunnar hafi gætt góðrar endurskoðunarvenju í störfum sínum fyrir Tryggingasjóðinn án þess að liggi fyrir hvort Lárus hafi vísvitandi beitt hann blekkingum, en það hafi ekki verið nægilega rannskakað. Þá átelur dómurinn að ekki hafi verið tiltekið nákvæmlega í ákæru hvaða gögn Gunnar Örn hefði átt að kanna betur, hversu oft og hvenær á því níu ára tímabili sem fjárdrátturinn átti sér stað. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir Hæstarétt hafa gengið heldur lengra en kröfur gengu út á með því að vísa málinu á hendur Gunnar Erni frá í stað þess að vísa því aftur í Héraðsdóm. "Til er í dæminu að málið fari af stað aftur með þá aukinni rannsókn í samræmi við það sem fram kemur í dómi Hæstaréttar," sagði hann og kvað lög kveða á um að nokkurra mánaða frest ríkissaksóknara til að ákveða það. "Það verður farið yfir þessa hluti og afstaða tekin til þeirra." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Hæstiréttur taldi slíka annmarka á rannsókn lögreglu á meintum brotum Gunnars Arnar Kristjánssonar, fyrrum forstjóra SÍF og endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna, á lögum um endurskoðendur að ekki væri stætt á öðru en að vísa málinu frá dómi. Þá segir dómurinn verknaðarlýsingu í ákærunni á hendur Gunnari vera verulegum annmörkum háða. Gunnar Örn var ákærður fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi þegar Lárus Halldórrson, fyrrum framkvæmdastjóri Tryggingasjóðsins, dró sér tæpar 76 milljónir króna úr sjóðnum á tæpum áratug. Lárus var í júlí í fyrra dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til endurgreiðslu tæplega 47, 6 milljóna króna, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í nóvember Gunnar Örn. Þeim dómi áfrýjaði ríkissaksóknari. Hæstiréttur segir ófært að leggja mat á hvort Gunnar hafi gætt góðrar endurskoðunarvenju í störfum sínum fyrir Tryggingasjóðinn án þess að liggi fyrir hvort Lárus hafi vísvitandi beitt hann blekkingum, en það hafi ekki verið nægilega rannskakað. Þá átelur dómurinn að ekki hafi verið tiltekið nákvæmlega í ákæru hvaða gögn Gunnar Örn hefði átt að kanna betur, hversu oft og hvenær á því níu ára tímabili sem fjárdrátturinn átti sér stað. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir Hæstarétt hafa gengið heldur lengra en kröfur gengu út á með því að vísa málinu á hendur Gunnar Erni frá í stað þess að vísa því aftur í Héraðsdóm. "Til er í dæminu að málið fari af stað aftur með þá aukinni rannsókn í samræmi við það sem fram kemur í dómi Hæstaréttar," sagði hann og kvað lög kveða á um að nokkurra mánaða frest ríkissaksóknara til að ákveða það. "Það verður farið yfir þessa hluti og afstaða tekin til þeirra."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira