Gunnar velkominn í flokkinn 12. maí 2005 00:01 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. Gunnar Örn lýsti því yfir á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði gengið úr Frjálslynda flokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Gunnar að ein ástæða úrsagnarinnar væri ágreiningur milli hans og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að hann hafir reynt að ræða við Magnús en varaformaðurinn hafi ekki sýnt því áhuga. Gunnar segist m.a. hafa sent honum bréf fyrir landsfundinn á dögunum þar sem hann óskaði eftir samtali við Magnús til að tilkynna honum mótframboð sitt um embætti varaformanns en Magnús hafi ekki svarað bréfinu. Spurður hvort Gunnar Örn hafi ráðfært sig við sína kjósendur sagðist hann hafa talað við sitt bakland. Og hann kvaðst ekki vera fyrsti maðurinn á „Íslandi“ til að skipta um flokk. „Ég veit ekki betur en að Winston Churchill, sá frægi maður, hafi gert það líka,“ sagði Gunnar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur Gunnar hafa svikið kjósendur flokksins. Hann segir frekar óþægilegt að missa mann fyrir borð. Gunnar sagði í gær að nauðsynlegt væri að í öllum stjórnarflokkum ríki drengskapur, traust og umburðarlyndi; spurður hvort skorti á þetta í Frjálslynda flokknum segir Guðjón að traustið og umburðarlyndið sé alveg eins Gunnars því hann hafi verið einn fjórði af þingflokknum. Og hann tekur fram að það sé algjörlega ljóst að það voru ekki atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum sem skiluðu Gunnari inn á þing. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður út í orð formanns flokksins í upphafi kjörtímabilsins þegar hann sagði að ef Gunnar væri innan Sjálfstæðisflokksins hefði hann þurft að segja af sér þingmennsku þar sem hann átti yfir höfði sér fangelsisdóm. Geir segir að þessi ummæli hafi átt við þegar þau voru felld en ýmislegt hafi breyst síðan þá. Gunnar hafi tekið út sína refsingu. Hann hafi einnig sýnt að hann sé öflugur þingmaður og því vænti Sjálfstæðisflokkurinn góðs af samstarfi við hann. Geir segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki borið víurnar í Gunnar heldur hafi þetta verið að hans frumkvæði. Spurður hvort þingmaðurinn eigi samleið með Sjálfstæðisflokknum þar sem hann hafi m.a. gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir efnahagsstjórn og kvótakerfið segir Geir að það hljóti að vera fyrst hann hafi tekið þessa ákvörðun. Annars sé það Gunnars að svara því. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í Íslandi í bítið í morgun með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Guðjón Arnar Kristjánsson og Geir Haarde úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hljóðhlekkinn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. Gunnar Örn lýsti því yfir á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði gengið úr Frjálslynda flokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Gunnar að ein ástæða úrsagnarinnar væri ágreiningur milli hans og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að hann hafir reynt að ræða við Magnús en varaformaðurinn hafi ekki sýnt því áhuga. Gunnar segist m.a. hafa sent honum bréf fyrir landsfundinn á dögunum þar sem hann óskaði eftir samtali við Magnús til að tilkynna honum mótframboð sitt um embætti varaformanns en Magnús hafi ekki svarað bréfinu. Spurður hvort Gunnar Örn hafi ráðfært sig við sína kjósendur sagðist hann hafa talað við sitt bakland. Og hann kvaðst ekki vera fyrsti maðurinn á „Íslandi“ til að skipta um flokk. „Ég veit ekki betur en að Winston Churchill, sá frægi maður, hafi gert það líka,“ sagði Gunnar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur Gunnar hafa svikið kjósendur flokksins. Hann segir frekar óþægilegt að missa mann fyrir borð. Gunnar sagði í gær að nauðsynlegt væri að í öllum stjórnarflokkum ríki drengskapur, traust og umburðarlyndi; spurður hvort skorti á þetta í Frjálslynda flokknum segir Guðjón að traustið og umburðarlyndið sé alveg eins Gunnars því hann hafi verið einn fjórði af þingflokknum. Og hann tekur fram að það sé algjörlega ljóst að það voru ekki atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum sem skiluðu Gunnari inn á þing. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður út í orð formanns flokksins í upphafi kjörtímabilsins þegar hann sagði að ef Gunnar væri innan Sjálfstæðisflokksins hefði hann þurft að segja af sér þingmennsku þar sem hann átti yfir höfði sér fangelsisdóm. Geir segir að þessi ummæli hafi átt við þegar þau voru felld en ýmislegt hafi breyst síðan þá. Gunnar hafi tekið út sína refsingu. Hann hafi einnig sýnt að hann sé öflugur þingmaður og því vænti Sjálfstæðisflokkurinn góðs af samstarfi við hann. Geir segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki borið víurnar í Gunnar heldur hafi þetta verið að hans frumkvæði. Spurður hvort þingmaðurinn eigi samleið með Sjálfstæðisflokknum þar sem hann hafi m.a. gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir efnahagsstjórn og kvótakerfið segir Geir að það hljóti að vera fyrst hann hafi tekið þessa ákvörðun. Annars sé það Gunnars að svara því. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í Íslandi í bítið í morgun með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Guðjón Arnar Kristjánsson og Geir Haarde úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hljóðhlekkinn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira