Reglubundið viðhald mikilvægt 11. apríl 2005 00:01 Bílaeign kallar á viðhald á bílnum en margir eiga það til að trassa einfalda hluti eins og að tékka olíuna og athuga með loftþrýsting í dekkjum. Nú þegar fólk afgreiðir sig að miklu leyti sjálft á bensínstöðvum eru margir hættir að biðja afgreiðslumanninn á bensínstöðinni að athuga olíuna. Þessi einfalda litla aðgerð hefur því tilhneigingu til að gleymast og á hverju ári skemmast vélar vegna olíuleysis. Í flestum bílum er þó olíuljós sem gerir eiganda viðvart þegar þarf að bæta á olíuna en ekki er þó alltaf hægt að treysta á það. Fréttablaðið spurðist fyrir á Bílaverkstæði Bubba í Kópavoginum um hversu oft menn ættu að athuga olíuna á bílum sínum. Þar fengust þær upplýsingar að ekki væri til nein sérstök þumalputtaregla um hversu oft ætti að athuga olíuna en það getur farið eftir bílategund og geta því umboðin gefið upplýsingar varðandi einstakar tegundir, auk þess sem bæklingar þeir sem fylgja bílnum gætu geymt þessar upplýsingar. En betra getur verið að athuga olíuna frekar of oft en of sjaldan og því gæti til dæmis verið hugmynd að athuga hana eftir hverja 1000 km sem bíllinn er keyrður, eða í þriðja hvert sinn sem fyllt er á bensín. Annað sem þeir hjá Bílaverkstæði Bubba vilja benda á er að athuga ætti loftþrýsting í dekkjum mánaðarlega. Mjög mikilvægt er að réttur loftþrýstingur sé í dekkjum, því það hefur meðal annars áhrif á slit, fjöðrunar- og bremsueiginleika bílsins. Bílar Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bílaeign kallar á viðhald á bílnum en margir eiga það til að trassa einfalda hluti eins og að tékka olíuna og athuga með loftþrýsting í dekkjum. Nú þegar fólk afgreiðir sig að miklu leyti sjálft á bensínstöðvum eru margir hættir að biðja afgreiðslumanninn á bensínstöðinni að athuga olíuna. Þessi einfalda litla aðgerð hefur því tilhneigingu til að gleymast og á hverju ári skemmast vélar vegna olíuleysis. Í flestum bílum er þó olíuljós sem gerir eiganda viðvart þegar þarf að bæta á olíuna en ekki er þó alltaf hægt að treysta á það. Fréttablaðið spurðist fyrir á Bílaverkstæði Bubba í Kópavoginum um hversu oft menn ættu að athuga olíuna á bílum sínum. Þar fengust þær upplýsingar að ekki væri til nein sérstök þumalputtaregla um hversu oft ætti að athuga olíuna en það getur farið eftir bílategund og geta því umboðin gefið upplýsingar varðandi einstakar tegundir, auk þess sem bæklingar þeir sem fylgja bílnum gætu geymt þessar upplýsingar. En betra getur verið að athuga olíuna frekar of oft en of sjaldan og því gæti til dæmis verið hugmynd að athuga hana eftir hverja 1000 km sem bíllinn er keyrður, eða í þriðja hvert sinn sem fyllt er á bensín. Annað sem þeir hjá Bílaverkstæði Bubba vilja benda á er að athuga ætti loftþrýsting í dekkjum mánaðarlega. Mjög mikilvægt er að réttur loftþrýstingur sé í dekkjum, því það hefur meðal annars áhrif á slit, fjöðrunar- og bremsueiginleika bílsins.
Bílar Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira