Innlent

Síðbúið páskahret

Mikil snjókoma helltist yfir landsmenn í gær og kom mörgum í opna skjöldu. Veðurstofan hafði þó spáð fyrir um snjókomuna en samkvæmt upplýsingum hennar hefur þó ekki snjóað að ráði síðan um miðjan febrúar. Örlítil slydda var þó fyrir nokkrum dögum og í lok febrúar en ekkert þessu líkt. Það má því segja að þetta síðbúna páskahret hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir þá sem orðnir voru bjartsýnir um að vorið væri á næsta leiti. Óþarfi er þó að fara að taka fram snjóbuxur og gönguskíði því ekki er búist við að snjórinn haldist í neinn tíma. Það ætti því að birta til í næstu viku og hver veit nema vorið sé þá bara á næsta leiti.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×