Hitalögn um hlað og stétt 1. apríl 2005 00:01 "Við nánast öll hús sem byggð eru í dag er sett snjóbræðsla í stéttar og þeir sem eru að gera upp gamlar innkeyrslur setja undantekningalítið svona kerfi undir þær," segir Gísli Erlendsson í Bykó. Hann segir kostnaðinn við slík kerfi ótrúlega lítinn og eingöngu felast í pípunum sem lagðar eru undir hellurnar og lítilsháttar vinnu við þær. "Langflestir nota affallið af ofnakerfinu og það er látið renna gegnum snjóbræðslukerfið á leið sinni út í skólplagnirnar. Þá er fólk að gjörnýta heita vatnið sem það kaupir hvort sem er. Í mörgum tilfellum dugar það við einbýlishús þannig að aukakostnaður við að kynda kerfið er enginn." Gísli segir tiltölulega einfalt að leggja svona kerfi. "Það er tengt við mælagrindina í húsinu. Þaðan tekur vatnið krók útá hlað og fer svo aftur til baka í rörið sem liggur útúr húsinu í skolpkerfið." Jónas Sigurðsson í Húsasmiðjunni tekur undir það að lögn snjóbræðslukerfis sé ekki flókin en segir þó æskilegast að fá í það pípulagningamann. "Fólk hefur verið að leggja svona kerfi sjálft en pípulagningamaður þarf að tengja það og verður þá að geta tekið ábyrgð á því. Ef eitt brot kemur í lögnina þá stíflast hún og píparinn lendir í vanda." Jónas segir plaströr notuð í lögnina og algengasta sverleikann 20 mm eða 25. En kerfið þurfi að vera 35-40 gráður til að bræða eitthvað að gagni. Því séu oft settir svokallaðir innspýtingarlokar sem blandi hitastigið inná það. "Lokinn skynjar hitastigið á vatninu sem kemur til baka frá planinu. Oft er hann stilltur á 10 gráður og ef hitinn fer neðar sendir lokinn boð inn í hausinn sem er á innrennslinu og opnar heitavatnskranann eftir þörfum," útskýrir hann. Sverleika röranna segir hann oftast segja til um sentimetrana sem eiga að vera á milli þeirra. 20 mm rör þýðir 20 cm á milli. "Fyrst er lögð stór slaufa og svo minni slaufur til baka inní þá stóru til að dreifa hitanum sem mest." Þá vitum við það. Hús og heimili Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
"Við nánast öll hús sem byggð eru í dag er sett snjóbræðsla í stéttar og þeir sem eru að gera upp gamlar innkeyrslur setja undantekningalítið svona kerfi undir þær," segir Gísli Erlendsson í Bykó. Hann segir kostnaðinn við slík kerfi ótrúlega lítinn og eingöngu felast í pípunum sem lagðar eru undir hellurnar og lítilsháttar vinnu við þær. "Langflestir nota affallið af ofnakerfinu og það er látið renna gegnum snjóbræðslukerfið á leið sinni út í skólplagnirnar. Þá er fólk að gjörnýta heita vatnið sem það kaupir hvort sem er. Í mörgum tilfellum dugar það við einbýlishús þannig að aukakostnaður við að kynda kerfið er enginn." Gísli segir tiltölulega einfalt að leggja svona kerfi. "Það er tengt við mælagrindina í húsinu. Þaðan tekur vatnið krók útá hlað og fer svo aftur til baka í rörið sem liggur útúr húsinu í skolpkerfið." Jónas Sigurðsson í Húsasmiðjunni tekur undir það að lögn snjóbræðslukerfis sé ekki flókin en segir þó æskilegast að fá í það pípulagningamann. "Fólk hefur verið að leggja svona kerfi sjálft en pípulagningamaður þarf að tengja það og verður þá að geta tekið ábyrgð á því. Ef eitt brot kemur í lögnina þá stíflast hún og píparinn lendir í vanda." Jónas segir plaströr notuð í lögnina og algengasta sverleikann 20 mm eða 25. En kerfið þurfi að vera 35-40 gráður til að bræða eitthvað að gagni. Því séu oft settir svokallaðir innspýtingarlokar sem blandi hitastigið inná það. "Lokinn skynjar hitastigið á vatninu sem kemur til baka frá planinu. Oft er hann stilltur á 10 gráður og ef hitinn fer neðar sendir lokinn boð inn í hausinn sem er á innrennslinu og opnar heitavatnskranann eftir þörfum," útskýrir hann. Sverleika röranna segir hann oftast segja til um sentimetrana sem eiga að vera á milli þeirra. 20 mm rör þýðir 20 cm á milli. "Fyrst er lögð stór slaufa og svo minni slaufur til baka inní þá stóru til að dreifa hitanum sem mest." Þá vitum við það.
Hús og heimili Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira