Hitalögn um hlað og stétt 1. apríl 2005 00:01 "Við nánast öll hús sem byggð eru í dag er sett snjóbræðsla í stéttar og þeir sem eru að gera upp gamlar innkeyrslur setja undantekningalítið svona kerfi undir þær," segir Gísli Erlendsson í Bykó. Hann segir kostnaðinn við slík kerfi ótrúlega lítinn og eingöngu felast í pípunum sem lagðar eru undir hellurnar og lítilsháttar vinnu við þær. "Langflestir nota affallið af ofnakerfinu og það er látið renna gegnum snjóbræðslukerfið á leið sinni út í skólplagnirnar. Þá er fólk að gjörnýta heita vatnið sem það kaupir hvort sem er. Í mörgum tilfellum dugar það við einbýlishús þannig að aukakostnaður við að kynda kerfið er enginn." Gísli segir tiltölulega einfalt að leggja svona kerfi. "Það er tengt við mælagrindina í húsinu. Þaðan tekur vatnið krók útá hlað og fer svo aftur til baka í rörið sem liggur útúr húsinu í skolpkerfið." Jónas Sigurðsson í Húsasmiðjunni tekur undir það að lögn snjóbræðslukerfis sé ekki flókin en segir þó æskilegast að fá í það pípulagningamann. "Fólk hefur verið að leggja svona kerfi sjálft en pípulagningamaður þarf að tengja það og verður þá að geta tekið ábyrgð á því. Ef eitt brot kemur í lögnina þá stíflast hún og píparinn lendir í vanda." Jónas segir plaströr notuð í lögnina og algengasta sverleikann 20 mm eða 25. En kerfið þurfi að vera 35-40 gráður til að bræða eitthvað að gagni. Því séu oft settir svokallaðir innspýtingarlokar sem blandi hitastigið inná það. "Lokinn skynjar hitastigið á vatninu sem kemur til baka frá planinu. Oft er hann stilltur á 10 gráður og ef hitinn fer neðar sendir lokinn boð inn í hausinn sem er á innrennslinu og opnar heitavatnskranann eftir þörfum," útskýrir hann. Sverleika röranna segir hann oftast segja til um sentimetrana sem eiga að vera á milli þeirra. 20 mm rör þýðir 20 cm á milli. "Fyrst er lögð stór slaufa og svo minni slaufur til baka inní þá stóru til að dreifa hitanum sem mest." Þá vitum við það. Hús og heimili Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
"Við nánast öll hús sem byggð eru í dag er sett snjóbræðsla í stéttar og þeir sem eru að gera upp gamlar innkeyrslur setja undantekningalítið svona kerfi undir þær," segir Gísli Erlendsson í Bykó. Hann segir kostnaðinn við slík kerfi ótrúlega lítinn og eingöngu felast í pípunum sem lagðar eru undir hellurnar og lítilsháttar vinnu við þær. "Langflestir nota affallið af ofnakerfinu og það er látið renna gegnum snjóbræðslukerfið á leið sinni út í skólplagnirnar. Þá er fólk að gjörnýta heita vatnið sem það kaupir hvort sem er. Í mörgum tilfellum dugar það við einbýlishús þannig að aukakostnaður við að kynda kerfið er enginn." Gísli segir tiltölulega einfalt að leggja svona kerfi. "Það er tengt við mælagrindina í húsinu. Þaðan tekur vatnið krók útá hlað og fer svo aftur til baka í rörið sem liggur útúr húsinu í skolpkerfið." Jónas Sigurðsson í Húsasmiðjunni tekur undir það að lögn snjóbræðslukerfis sé ekki flókin en segir þó æskilegast að fá í það pípulagningamann. "Fólk hefur verið að leggja svona kerfi sjálft en pípulagningamaður þarf að tengja það og verður þá að geta tekið ábyrgð á því. Ef eitt brot kemur í lögnina þá stíflast hún og píparinn lendir í vanda." Jónas segir plaströr notuð í lögnina og algengasta sverleikann 20 mm eða 25. En kerfið þurfi að vera 35-40 gráður til að bræða eitthvað að gagni. Því séu oft settir svokallaðir innspýtingarlokar sem blandi hitastigið inná það. "Lokinn skynjar hitastigið á vatninu sem kemur til baka frá planinu. Oft er hann stilltur á 10 gráður og ef hitinn fer neðar sendir lokinn boð inn í hausinn sem er á innrennslinu og opnar heitavatnskranann eftir þörfum," útskýrir hann. Sverleika röranna segir hann oftast segja til um sentimetrana sem eiga að vera á milli þeirra. 20 mm rör þýðir 20 cm á milli. "Fyrst er lögð stór slaufa og svo minni slaufur til baka inní þá stóru til að dreifa hitanum sem mest." Þá vitum við það.
Hús og heimili Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira