Innlent

Milt og hlýtt um páskana

Ekkert páskahret er í kortum veðurfræðinga yfir páskana en gert er ráð fyrir mildu og tiltölulega góðu veðri á landinu öllu fram á þriðjudag. Á föstudaginn langa og laugardag er gert ráð fyrir suðlægri átt með einhverri súld sunnan og vestan til. Skýjað en þurrt á Norður- og Austurlandi og hiti gæti farið upp í 14 stig. Á páskadag verður heldur svalara og líkur á súld eða þokulofti sunnanlands og hitatölur á landinu á bilinu tvö til tíu stig. Svalast við norðurströndina. Suðaustanátt verður ríkjandi á annan í páskum og vætusamt sunnan og vestanlands en þurrt annars staðar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×