Dæmdur eftir níu ár í felum Trausti Hafliðason skrifar 22. mars 2005 00:01 Hvíti Saabinn dreginn af Ásvallagötunni þangað sem ræningjarnir flúðu eftir ránið. Stefán Aðalsteinn Sigmundsson þarf að dúsa í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir það sem Hæstiréttur Íslands kallar þaulskipulagt og og ófyrirleitið rán. Rán sem þekkt er sem Skeljungsránið. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í fyrradag og þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í maí í fyrra, um sex mánuði. Stefán Aðalsteinn, sem er 41 árs gamall, framdi ránið ásamt tveimur öðrum mönnum þann 27. febrúar árið 1995. Stefán Aðalsteinn er sá eini af þremeninngunum sem hefur verið dæmdur. Annar hinna tveggja ræningjanna framdi sjálfsvíg áður en hann mætti í skýrslutöku hjá lögreglu og ekki hefur tekist að sanna neitt á þann þriðja. Það var mánudagsmorgunn þegar tveir grímuklæddir menn vopnaðir bareflum og klæddir bláum vinnugöllum réðust að tveimur starfskonum Skeljungs sem voru að fara með tekjur af helgarsölu úr bensín- og smurstöðvum félagsins í Íslandsbanka í Lækjargötu. Annar mannanna sló aðra konuna í höfuðið með barefli þannig að hún féll í götuna við höggið. Rifu ræningjarnir síðan peningatösku með um sex milljónum króna af konunum og hlupu í átt að hvítum Saab fólksbíl sem beið þeirra á bílastæði við Vonarstræti. Konan sem var barinn marðist illa á vinstra gagnauga. Fréttablaðið talaði við konurnar fyrir ári síðan um ránið sem þær lýstu sem hörmulegri lífsreynslu. Erfiðast hefði þó verið áreitið sem þær hefðu orðið fyrir í kjölfar þess að nöfn þeirra voru birt í fjölmiðlum. Þær sögðu að fólk hefði í sífellu spurt þær út í málið. Ennfremur hefðu þær verið spurðar hvort þær hefðu ekki bara sjálfar sviðsett ránið þar sem ræningjarnir væru enn ófundnir. Þær sögðu reynslu sína hafa kennt þeim að Íslendingar væru fljótir að dæma. Þær sögðu að þeim hefði létt mikið sumarið 2002 þegar þeim var tilkynnt af lögreglu að málið væri upplýst og von væri á ákæru. Það hefði jafnframt komið þeim á óvart hve miklu fargi var af þeim létt og því ekki fyrr en þá í raun sem í ljós kom hversu þungt þetta hefði hvílt á þeim. Síðar um morguninn 27. febrúar fannst Saabinn mannlaus við Ásvallagötu. Augljóst var að ræningjarnir höfðu reynt að kveikja í bílnum, því í aftursætinu var hálfbrunnið dagblað og flaska með olíuvökva. Peningataskan fannst tóm í bílnum. Í botni hennar var þjófavarnartæki sem átti að gefa frá sér hljóð og litarefni, sem við sérstakar aðstæður átti að sprauta innihald töskunnar með lituðu dufti og gera peningaseðlana ónothæfa. Búnaðurinn fór ekki í gang þegar á reyndi. Síðdegis þennan örlagaríka mánudag sást hvar eldur logaði í fjörunni í Hvammsvík í Kjós. Var eldurinn slökktur og tilkynnt um þetta til lögreglu. Þarna var um að ræða tösku, fatnað, skó og peningapoka frá Skeljungi sem raktir voru til ránsins. Sumt af þessu hafði brunnið að mestu en annað minna eða ekki.Stefán Aðalsteinn á leið í dómssal.Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn lögreglunnar gekk hvorki né rak að finna ræningjana. Í águst árið 2002 urðu vatnaskil í rannsókn málsins. Þá hafði fyrrverandi eiginkona og barnsmóðir Stefáns Aðalsteins samband við lögregluna á Akureyri og sagðist hafa upplýsingar um málið. Konan sagði frá atriðum sem ekki höfðu komið fram í fjölmiðlum og var þá farið að vinna á fullu í rannsókn málsins að nýju. Konan kom til lögreglunnar skömmu eftir að fjallað var um Skeljungsránið í sjónvarpsþættinum Sönn íslensk sakamál. Hún sagði að eftir að hafa séð þáttinn hefði hún ekki getað lifað með þessa vitneskju lengur á samviskunni og ákveðið að gera hreint fyrir sínum dyrum. Stefán Aðalsteinn játaði sinn hluta málsins í skýrslutöku hjá lögreglu árið 2003. Þar fór hann nokkuð nákvæmlega í atburðarásina og gekk síðar með lögreglumönnum flóttaleið þeirra félaga. Hann gaf lögreglu lífsýni úr sér til þess að hægt væri að bera erfðaefni saman við sýni sem fundist hafði á því sem fannst í fjörunni við Hvammsvík. Samanburðurinn sýndi að lífsýni Stefáns Aðalsteins var hið sama og í á því sem fundist hafði í fjörunni. Stefán dró játninguna seinna til baka og sagðist hafa verið beittur þrýstingi við skýrslutöku. Honum hefði verið hótað gæsluvarðhaldi og það hefði getað kostað hann og systur hans gjaldþrot. Hann hafi verið sjálfstæður verktaki og alls ekki mátt við því að missa úr vinnu. Hvorki Hæstiréttur né Héraðsdómur Reykjavíkur tóku þetta trúanlegt. Auk þess að vera dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi þarf hann að greiða Sjóvá-Almennum tæplega sex milljónir króna í skaðabætur. Ránsfengurinn hefur ekki komist til skila nema að litlu leyti. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Stefán Aðalsteinn Sigmundsson þarf að dúsa í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir það sem Hæstiréttur Íslands kallar þaulskipulagt og og ófyrirleitið rán. Rán sem þekkt er sem Skeljungsránið. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í fyrradag og þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í maí í fyrra, um sex mánuði. Stefán Aðalsteinn, sem er 41 árs gamall, framdi ránið ásamt tveimur öðrum mönnum þann 27. febrúar árið 1995. Stefán Aðalsteinn er sá eini af þremeninngunum sem hefur verið dæmdur. Annar hinna tveggja ræningjanna framdi sjálfsvíg áður en hann mætti í skýrslutöku hjá lögreglu og ekki hefur tekist að sanna neitt á þann þriðja. Það var mánudagsmorgunn þegar tveir grímuklæddir menn vopnaðir bareflum og klæddir bláum vinnugöllum réðust að tveimur starfskonum Skeljungs sem voru að fara með tekjur af helgarsölu úr bensín- og smurstöðvum félagsins í Íslandsbanka í Lækjargötu. Annar mannanna sló aðra konuna í höfuðið með barefli þannig að hún féll í götuna við höggið. Rifu ræningjarnir síðan peningatösku með um sex milljónum króna af konunum og hlupu í átt að hvítum Saab fólksbíl sem beið þeirra á bílastæði við Vonarstræti. Konan sem var barinn marðist illa á vinstra gagnauga. Fréttablaðið talaði við konurnar fyrir ári síðan um ránið sem þær lýstu sem hörmulegri lífsreynslu. Erfiðast hefði þó verið áreitið sem þær hefðu orðið fyrir í kjölfar þess að nöfn þeirra voru birt í fjölmiðlum. Þær sögðu að fólk hefði í sífellu spurt þær út í málið. Ennfremur hefðu þær verið spurðar hvort þær hefðu ekki bara sjálfar sviðsett ránið þar sem ræningjarnir væru enn ófundnir. Þær sögðu reynslu sína hafa kennt þeim að Íslendingar væru fljótir að dæma. Þær sögðu að þeim hefði létt mikið sumarið 2002 þegar þeim var tilkynnt af lögreglu að málið væri upplýst og von væri á ákæru. Það hefði jafnframt komið þeim á óvart hve miklu fargi var af þeim létt og því ekki fyrr en þá í raun sem í ljós kom hversu þungt þetta hefði hvílt á þeim. Síðar um morguninn 27. febrúar fannst Saabinn mannlaus við Ásvallagötu. Augljóst var að ræningjarnir höfðu reynt að kveikja í bílnum, því í aftursætinu var hálfbrunnið dagblað og flaska með olíuvökva. Peningataskan fannst tóm í bílnum. Í botni hennar var þjófavarnartæki sem átti að gefa frá sér hljóð og litarefni, sem við sérstakar aðstæður átti að sprauta innihald töskunnar með lituðu dufti og gera peningaseðlana ónothæfa. Búnaðurinn fór ekki í gang þegar á reyndi. Síðdegis þennan örlagaríka mánudag sást hvar eldur logaði í fjörunni í Hvammsvík í Kjós. Var eldurinn slökktur og tilkynnt um þetta til lögreglu. Þarna var um að ræða tösku, fatnað, skó og peningapoka frá Skeljungi sem raktir voru til ránsins. Sumt af þessu hafði brunnið að mestu en annað minna eða ekki.Stefán Aðalsteinn á leið í dómssal.Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn lögreglunnar gekk hvorki né rak að finna ræningjana. Í águst árið 2002 urðu vatnaskil í rannsókn málsins. Þá hafði fyrrverandi eiginkona og barnsmóðir Stefáns Aðalsteins samband við lögregluna á Akureyri og sagðist hafa upplýsingar um málið. Konan sagði frá atriðum sem ekki höfðu komið fram í fjölmiðlum og var þá farið að vinna á fullu í rannsókn málsins að nýju. Konan kom til lögreglunnar skömmu eftir að fjallað var um Skeljungsránið í sjónvarpsþættinum Sönn íslensk sakamál. Hún sagði að eftir að hafa séð þáttinn hefði hún ekki getað lifað með þessa vitneskju lengur á samviskunni og ákveðið að gera hreint fyrir sínum dyrum. Stefán Aðalsteinn játaði sinn hluta málsins í skýrslutöku hjá lögreglu árið 2003. Þar fór hann nokkuð nákvæmlega í atburðarásina og gekk síðar með lögreglumönnum flóttaleið þeirra félaga. Hann gaf lögreglu lífsýni úr sér til þess að hægt væri að bera erfðaefni saman við sýni sem fundist hafði á því sem fannst í fjörunni við Hvammsvík. Samanburðurinn sýndi að lífsýni Stefáns Aðalsteins var hið sama og í á því sem fundist hafði í fjörunni. Stefán dró játninguna seinna til baka og sagðist hafa verið beittur þrýstingi við skýrslutöku. Honum hefði verið hótað gæsluvarðhaldi og það hefði getað kostað hann og systur hans gjaldþrot. Hann hafi verið sjálfstæður verktaki og alls ekki mátt við því að missa úr vinnu. Hvorki Hæstiréttur né Héraðsdómur Reykjavíkur tóku þetta trúanlegt. Auk þess að vera dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi þarf hann að greiða Sjóvá-Almennum tæplega sex milljónir króna í skaðabætur. Ránsfengurinn hefur ekki komist til skila nema að litlu leyti.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira