Innlent

Jónas Kristjánsson ritstjóri DV

Jónas Kristjánsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Starfsmönnum var kynnt ráðning Jónasar fyrir stundu. Jónas hefur störf um miðjan apríl og mun starfa við hlið Mikaels Torfasonar. Mikael hefur ritstýrt DV einn frá því Illugi Jökulsson hætti og tók við útvarpsstjórn  á Talstöðinni. "Mér líst mjög vel á þetta starf," segir Jónas. "Þetta er minn gamli vinnustaður og ég ber miklar tilfinningar til hans frá gamalli tíð. Þetta er eins og að koma heim." Jónas er margreyndur í blaðamennsku. Hann byrjaði á Tímanum sem blaðamaður og síðar fréttastjóri. Hann var ritstjóri Vísis og síðan DV um áratugaskeið áður en hann varð ritstjóri Fréttablaðsins árið 2001. Því starfi gengdi hann um eitt ár. Síðustu misseri hefur Jónas verið útgáfustjóri Eiðfaxa. Jónas segist í stórum dráttum sáttur við DV eins og það sé í dag. Blaðið sé ólíkt öðrum dagblöðum á Íslandi. Það sé svolítið úti á kanti og þannig eigi það að vera. Hann segist ekki hafa neinar fyrirfram hugmyndir um að breyta blaðinu sérstaklega. Þó telji hann brýnt að klára siðareglur þess og birta þær í blaðinu. Það muni gera blaðinu gott og styrkja blaðamenn þess í því sem þeir séu að gera


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×