Innlent

Rektorskjör í HÍ í dag

Rektorskjör verður í Háskóla Íslands í dag. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild, eru í framboði en þau urðu hlutskörpust í fyrri umferð kosninganna sem fram fór 10. mars. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan ellefu í kvöld en fyrstu tölur verða birtar um klukkan átta. Nýr rektor tekur við af Páli Skúlasyni, núverandi rektor, í byrjun júlí.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×