Innlent

Gæti lokað Grímsey af

Hafísinn fyrir norðan land er á hægri ferð vestur á bóginn og gera veðurfræðingar ráð fyrir að siglingaleiðin fyrir Horn verði áfram lokuð næstu daga. Íslaust er orðið að heita fyrir austan landið en samfelld ísbreiða nálgast Grímsey og gæti lokað eyjuna af breytist haf- og vindáttir ekki næstu daga. Ísjakar hafa sést í mynni Ísafjarðar og fór þeim fjölgandi í gær en ekki er talin hætta á að fjörðurinn lokist. Hins vegar bætist stöðugt í ísbreiðuna við Horn enda hafstraumar verið vestur á bóginn síðasta sólarhringinn. Engar tilkynningar höfðu borist um skip eða báta í vandræðum vegna þessa.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×