Innlent

Ástþór ákærður fyrir eignaspjöll

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi með meiru, hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll. Honum er gefið að sök að hafa í september síðastliðnum tekið myndavél úr höndum annars gests á skemmtistaðnum Glaumbar, slegið henni nokkrum sinnum í barborð og síðan hent henni frá sér þannig að hún týndist. Þess er krafist að hann bæti skaðann en hámarksviðurlög við broti á þeirri lagagrein sem við á er tveggja ára fangelsi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reyjavíkur í morgun. Ástþór mætti ekki við þingfestingu til að svara sakargiftum og var málinu frestað til morguns.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×