Innlent

Kristín og Ágúst efst í kjörinu

Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Auk þeirra voru prófessorarnir Jón Torfi Jónasson og Einar Stefánsson í framboði. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans fimmtudaginn 17. mars, þar til annað þeirra hlýtur meirihluta. Litlu munaði á prófessorunum tveimur í gær. Kristín fékk 28,7% gildra atkvæða og Ágúst 27,6%. 24.7% kusu Jón Torfa og um 19% kusu Einar. Rúmlega 9900 voru á kjörskrá, þar af um ellefu hundruð starfsmenn Háskóla Íslands og um 8.800 nemendur. Kjörsókn var um 30%.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×