Segir kúvent í flugvallarmáli 6. mars 2005 00:01 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir samkomulag við samgönguráðherra sýna að borgarstjóri hafi kúvent í flugvallarmálinu. Borgarstjóri segir að aðeins sé um minnisblað að ræða sem skuldbindi ekki borgina. Samkomulagið sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirrituðu þann 11. febrúar kveður á um víðtækar breytingar á svæði Reykjavíkurflugvallar þar sem gert er ráð fyrir að samgöngumiðstöð verði reist. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að um stórmál sé að ræða fyrir Reykjavík og að samkomulag borgarstjóra og samgönguráðherra hefði átt að ræða í borgarráði. Það hafi verið mjög sérkennilegt að sjá það í fréttum Stöðvar 2 að fréttasofan hefði undir höndum minnisblað sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu undirritað um þetta stóra mál. Það hefði ekkert verið kynnt í borgarráði eða minnisblaðið lagt þar fram og samt sé sagt að það séu þrjár vikur síðan minnisblaðið var undirritað. Að mati Vilhjálms eru þetta ekki góð vinnubrögð og hann gagnrýnir þau. Hins vegar segir hann ljóst út frá minnisblaðinu að um algera kúvendingu sé að ræða af hálfu R-listans í málinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir samkomulagið aðeins vera minnispunkta sem séu ekki skuldbindandi fyrir Reykjavíkurborg. Hún vísar gagnrýni oddvita sjálfstæðismanna á bug. Vilhjálmi hafi verið fullkunnugt um að hún hafi átt í viðræðum við samgönguráðherra. Minnisblaðið verði lagt fram í borgarráði á fimmtudaginn kemur þannig að vinnubrögðin séu fullkomlega eðlileg. Aðspurð hvort þetta séu venjuleg vinnubrögð í svo stóru máli ítrekar Steinunn að hér sé um minnisblað að ræða milli borgarstjóra og samgönguráðherra og það hafi orðið að samkomulagi milli hennar og ráðherra að hann legði það fyrst fram í ríkisstjórn og hún svo í borgarráði og það muni hún gera á fimmtudaginn. Spurð hvort minnisblaðið sé ekki skuldbindandi fyrir borgina segir Steinunn að minnisblaðið snúist um sameiginlegar áherslur hennar og ráðherra sem feli ekkert í sér nema viljayfirlýsingu og engar skuldbindingar í sjálfu sér. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir samkomulag við samgönguráðherra sýna að borgarstjóri hafi kúvent í flugvallarmálinu. Borgarstjóri segir að aðeins sé um minnisblað að ræða sem skuldbindi ekki borgina. Samkomulagið sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirrituðu þann 11. febrúar kveður á um víðtækar breytingar á svæði Reykjavíkurflugvallar þar sem gert er ráð fyrir að samgöngumiðstöð verði reist. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að um stórmál sé að ræða fyrir Reykjavík og að samkomulag borgarstjóra og samgönguráðherra hefði átt að ræða í borgarráði. Það hafi verið mjög sérkennilegt að sjá það í fréttum Stöðvar 2 að fréttasofan hefði undir höndum minnisblað sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu undirritað um þetta stóra mál. Það hefði ekkert verið kynnt í borgarráði eða minnisblaðið lagt þar fram og samt sé sagt að það séu þrjár vikur síðan minnisblaðið var undirritað. Að mati Vilhjálms eru þetta ekki góð vinnubrögð og hann gagnrýnir þau. Hins vegar segir hann ljóst út frá minnisblaðinu að um algera kúvendingu sé að ræða af hálfu R-listans í málinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir samkomulagið aðeins vera minnispunkta sem séu ekki skuldbindandi fyrir Reykjavíkurborg. Hún vísar gagnrýni oddvita sjálfstæðismanna á bug. Vilhjálmi hafi verið fullkunnugt um að hún hafi átt í viðræðum við samgönguráðherra. Minnisblaðið verði lagt fram í borgarráði á fimmtudaginn kemur þannig að vinnubrögðin séu fullkomlega eðlileg. Aðspurð hvort þetta séu venjuleg vinnubrögð í svo stóru máli ítrekar Steinunn að hér sé um minnisblað að ræða milli borgarstjóra og samgönguráðherra og það hafi orðið að samkomulagi milli hennar og ráðherra að hann legði það fyrst fram í ríkisstjórn og hún svo í borgarráði og það muni hún gera á fimmtudaginn. Spurð hvort minnisblaðið sé ekki skuldbindandi fyrir borgina segir Steinunn að minnisblaðið snúist um sameiginlegar áherslur hennar og ráðherra sem feli ekkert í sér nema viljayfirlýsingu og engar skuldbindingar í sjálfu sér.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira