Nýtt hverfi í miðaldastíl 6. mars 2005 00:01 Nafnið Jakriborg er búið til úr fornöfnum bræðranna Jan og Krister Berggren sem byggðu hverfið eftir eigin höfði. Markmiðið var að brjóta upp ríkjandi hefðir í skipulagi og stíl og þeir ferðuðust víða um Evrópu til að safna að sér hugmyndum sem einnig blönduðust þeirra eigin draumum frá barnæsku um bæ í miðaldastíl. Þeir bræður hafa teiknað allt sjálfir, frá borgarmúrnum að baðherbergisinnréttingunum. Að innan eru húsin að mörgu leyti gamaldags líka. Íbúðirnar eru með meiri lofthæð en algengast er og hurðir eru með spjöldum og með messinghandföngum. Þótt ýmsir arkitektar láti sér fátt finnast um þessar framkvæmdir bræðranna þá vill fólk á öllum aldri búa þar og því hafa íbúðir fyllst í sama takti og hverfið byggist. Þar kemur til fjölbreytt úrval íbúða, lág leiga og góð staðsetning. Aðeins þriggja mínútna lestarferð er til Lundar, 11 mínútna til Malmö og 40 mínútna til Kaupmannahafnar. 350 íbúðir eru komnar í gagnið í Jakriborg og 1000 manns eru á biðlista eftir þeim sem eru í smíðum. Enn eru þar engar matvöruverslanir né stofnanir af nokkru tagi og ekki stendur til að setja þar upp skyndibitastað. Ein gjafavöruverslun í eldgömlum stíl, Fridas diverse, er þó í bænum og maddaman sem rekur hana býður upp á hressingu úti á torginu á sumrin. Á virkum dögum er fátt um manninn í Jakriborg enn sem komið er en um helgar laðar hverfið að sér ferðamenn, arkitekta, sveitarstjórnarmenn og skipulagsfræðinga sem koma langt að til að skoða það.Vanjas-torg heitir eftir móður bræðranna en hún lést stuttu eftir að þeir tóku til við að reisa Jakriborg. Stuttu áður hafði hún farið með þeim á byggingarstaðinn og boðist til að láta þá hafa fé til að þeir gætu látið drauma sína um staðinn rætast.Húsin standa þétt í Jakriborg og þegar dagurinn er stuttur nær sólin ekki að skína niður á stéttarnar. Hús og heimili Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Fleiri fréttir Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Sjá meira
Nafnið Jakriborg er búið til úr fornöfnum bræðranna Jan og Krister Berggren sem byggðu hverfið eftir eigin höfði. Markmiðið var að brjóta upp ríkjandi hefðir í skipulagi og stíl og þeir ferðuðust víða um Evrópu til að safna að sér hugmyndum sem einnig blönduðust þeirra eigin draumum frá barnæsku um bæ í miðaldastíl. Þeir bræður hafa teiknað allt sjálfir, frá borgarmúrnum að baðherbergisinnréttingunum. Að innan eru húsin að mörgu leyti gamaldags líka. Íbúðirnar eru með meiri lofthæð en algengast er og hurðir eru með spjöldum og með messinghandföngum. Þótt ýmsir arkitektar láti sér fátt finnast um þessar framkvæmdir bræðranna þá vill fólk á öllum aldri búa þar og því hafa íbúðir fyllst í sama takti og hverfið byggist. Þar kemur til fjölbreytt úrval íbúða, lág leiga og góð staðsetning. Aðeins þriggja mínútna lestarferð er til Lundar, 11 mínútna til Malmö og 40 mínútna til Kaupmannahafnar. 350 íbúðir eru komnar í gagnið í Jakriborg og 1000 manns eru á biðlista eftir þeim sem eru í smíðum. Enn eru þar engar matvöruverslanir né stofnanir af nokkru tagi og ekki stendur til að setja þar upp skyndibitastað. Ein gjafavöruverslun í eldgömlum stíl, Fridas diverse, er þó í bænum og maddaman sem rekur hana býður upp á hressingu úti á torginu á sumrin. Á virkum dögum er fátt um manninn í Jakriborg enn sem komið er en um helgar laðar hverfið að sér ferðamenn, arkitekta, sveitarstjórnarmenn og skipulagsfræðinga sem koma langt að til að skoða það.Vanjas-torg heitir eftir móður bræðranna en hún lést stuttu eftir að þeir tóku til við að reisa Jakriborg. Stuttu áður hafði hún farið með þeim á byggingarstaðinn og boðist til að láta þá hafa fé til að þeir gætu látið drauma sína um staðinn rætast.Húsin standa þétt í Jakriborg og þegar dagurinn er stuttur nær sólin ekki að skína niður á stéttarnar.
Hús og heimili Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Fleiri fréttir Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Sjá meira