Innlent

Fyrrum framkvæmdastjóri dæmdur

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Karli Benediktssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Framsýnar. Karl er dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í stórfellda hættu. Karl er sakfelldur fyrir að hafa farið út fyrir umboð sitt til fjárfestinga þegar hann keypti fyrir hönd sjóðsins skuldabréf fyrir 51 milljón króna af syni sínum. Karl lét sjóðinn einnig kaupa sex milljóna króna skuldabréf af sjálfum sér og lána fyrirtæki sonar síns 34 milljónir.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×