Innlent

Dómurinn staðfestur af Hæstarétti

Hæstiréttur staðfesti í dag tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðsins Framsýnar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi er sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og sett fé sjóðsins í stórfellda hættu. Lét hann sjóðinn meðal annars kaupa skuldabréf af syni sínum fyrir 50 milljónir króna. Einnig keypti hann sex milljón króna skuldabréf af sjálfum sér og veitti einkahlutafélagi sonar síns 34 milljóna króna lán.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×