Segir Gunnar skorta reynslu 1. mars 2005 00:01 Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist telja Gunnar Örlygsson efnilegan stjórnmálamenn en hann skorti reynslu til að fara í varaformannsembættið á landsþingi flokksins um næstu helgi. Hann segir að afbrot hans hafi verið flokknum erfið en fagnar því að málarekstrinum sé lokið. Gunnar Örlygsson hefur nú sagt varaformanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni stríð á hendur og ætlar að bjóða sig fram gegn honum á landsþingi flokksins um næstu helgi. Formaður flokksins á allt eins von á hörðum slag en segir að fleiri geti jafnvel blandað sér í baráttuna. Gunnar sé efnilegur, ungur maður sem eigi marga góða kosti en hann sé hins vegar ungur og hefði mátt hugsa sig betur um. Aðspurður hvort Gunnar hafi ekki stuðning hans við framboðið segir Guðjón að hann standi með varaformanni sínum sem hann hafi starfað með og hann sjái enga ástæðu til annars. Gunnar Örlygsson afplánaði dóm fyrir bókhaldsbrot og kvótasvindl skömmu eftir að hann settist á þing. Hann þurfti að afplána þriggja mánaða dóm fyrir þessi brot í fangelsi en hefði getað greitt skuld sína við samfélagið með samfélagsþjónustu ef ekki hefði komið til gamalt umferðarlagabrot. Umferðarlagabrotið kom flokksforystunni í opna skjöldu og eins þegar fréttist að fiskistofustjóri hefði kært Gunnar Örlygsson árið 1999 til lögreglunnar í Keflavík fyrir nafnlausar hótanir. Gunnar hafði sett miða með hótunum undir þurrkuna á bifreið fiskistofustjóra sem stóð fyrir utan heimili hans. Lögreglan hafði þá fleiri minni háttar mál til rannsóknar á hendur Gunnari. Málin voru gömul því rannsókn hafði tafist í einhvern tíma þar sem hann hafði verið búsettur erlendis. Ríkissaksóknari féll frá saksókn í málinu, játning lá fyrir en brotið þótti ekki stórt. Frá ríkissaksóknara fást þær upplýsingar að öllum málum á hendur Gunnari Örlygssyni hafi lokið sumarið 2003. Spurður hvort mál Gunnars hafi skaðað flokkinn á sínum tíma segir Guðjón Arnar að neikvæð umræða um stjórnmálaflokka skaði þá alltaf eitthvað. Guðjón Arnar segist hafa spurt Gunnar um stöðu mála hans eftir að hann ákvað að fara fram í varaformanninnn. Hann hafi svarað því til að öll mál væru leyst. Hann fagni því að svo sé. Guðjón Arnar segir flokkinn ekki reka neina leyniþjónustu og því hafi orð manna verið tekin trúanleg þegar raðað hafi verið á lista fyrir síðustu alþingiskosningar. Sú spurning vaknar hvort raðað hefði verið öðruvísi á listana ef allt hefði legið fyrir strax í upphafi. Guðjón Arnar svarar því þannig til að ákvörðun um röð á framboðslista hafi verið tekin af allri sambandsstjórninni. Hans afstaða sé sú að skoða hefði mátt málin nánar en hann sé þó þar með ekki að segja að umferðarlagabrot hefðu ráðið þeirri ferð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist telja Gunnar Örlygsson efnilegan stjórnmálamenn en hann skorti reynslu til að fara í varaformannsembættið á landsþingi flokksins um næstu helgi. Hann segir að afbrot hans hafi verið flokknum erfið en fagnar því að málarekstrinum sé lokið. Gunnar Örlygsson hefur nú sagt varaformanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni stríð á hendur og ætlar að bjóða sig fram gegn honum á landsþingi flokksins um næstu helgi. Formaður flokksins á allt eins von á hörðum slag en segir að fleiri geti jafnvel blandað sér í baráttuna. Gunnar sé efnilegur, ungur maður sem eigi marga góða kosti en hann sé hins vegar ungur og hefði mátt hugsa sig betur um. Aðspurður hvort Gunnar hafi ekki stuðning hans við framboðið segir Guðjón að hann standi með varaformanni sínum sem hann hafi starfað með og hann sjái enga ástæðu til annars. Gunnar Örlygsson afplánaði dóm fyrir bókhaldsbrot og kvótasvindl skömmu eftir að hann settist á þing. Hann þurfti að afplána þriggja mánaða dóm fyrir þessi brot í fangelsi en hefði getað greitt skuld sína við samfélagið með samfélagsþjónustu ef ekki hefði komið til gamalt umferðarlagabrot. Umferðarlagabrotið kom flokksforystunni í opna skjöldu og eins þegar fréttist að fiskistofustjóri hefði kært Gunnar Örlygsson árið 1999 til lögreglunnar í Keflavík fyrir nafnlausar hótanir. Gunnar hafði sett miða með hótunum undir þurrkuna á bifreið fiskistofustjóra sem stóð fyrir utan heimili hans. Lögreglan hafði þá fleiri minni háttar mál til rannsóknar á hendur Gunnari. Málin voru gömul því rannsókn hafði tafist í einhvern tíma þar sem hann hafði verið búsettur erlendis. Ríkissaksóknari féll frá saksókn í málinu, játning lá fyrir en brotið þótti ekki stórt. Frá ríkissaksóknara fást þær upplýsingar að öllum málum á hendur Gunnari Örlygssyni hafi lokið sumarið 2003. Spurður hvort mál Gunnars hafi skaðað flokkinn á sínum tíma segir Guðjón Arnar að neikvæð umræða um stjórnmálaflokka skaði þá alltaf eitthvað. Guðjón Arnar segist hafa spurt Gunnar um stöðu mála hans eftir að hann ákvað að fara fram í varaformanninnn. Hann hafi svarað því til að öll mál væru leyst. Hann fagni því að svo sé. Guðjón Arnar segir flokkinn ekki reka neina leyniþjónustu og því hafi orð manna verið tekin trúanleg þegar raðað hafi verið á lista fyrir síðustu alþingiskosningar. Sú spurning vaknar hvort raðað hefði verið öðruvísi á listana ef allt hefði legið fyrir strax í upphafi. Guðjón Arnar svarar því þannig til að ákvörðun um röð á framboðslista hafi verið tekin af allri sambandsstjórninni. Hans afstaða sé sú að skoða hefði mátt málin nánar en hann sé þó þar með ekki að segja að umferðarlagabrot hefðu ráðið þeirri ferð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira