Stór ákvörðun að hætta 28. febrúar 2005 00:01 Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hættir á þingi 1. ágúst til að taka við starfi deildarforseta lögfræðideildar við Viðskiptaháskólann á Bifröst. "Það er stór ákvörðun að hætta á þingi. Ég hef hins vegar leitt hugann að því síðustu mánuði að láta þetta kjörtímabil nægja. Ég er búin að vera 10 ár á þingi. Það er búinn að vera góður og skemmtilegur tími en fagið mitt, lögfræði, hefur dálítið togað í mig," segir Bryndís. "Mér bauðst þetta tækifæri hér á Bifröst og vildi ekki sleppa því. Maður má ekki bíða of lengi með það að skipta um starfsvettvang ef maður ætlar sér það á annað borð," segir hún. Bryndís neitar því alfarið að ákvörðun hennar tengist eitthvað þeim formannslag sem nú stendur yfir í Samfylkingunni. "Að láta af starfi eins og þingmennsku er eitthvað sem maður gerir á sínum eigin forsendum og ekki fyrir nokkurn mann annan en sjálfan sig. Ég var hinsvegar tilbúin að taka þessa ákvörðun vegna þess að mér býðst annað spennandi tækifæri. Ég trúi því að stuðningsmenn mínir og kjósendur hafi skilning á því að þetta tækifæri kemur á miðju kjörtímabili þannig að ég get ekki klárað kjörtímabilið," segir hún. Því hefur verið haldið fram að Bryndís sé með þessu að víkja úr sæti á Alþingi svo Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fái meira vægi í formannslagnum. Um það segir Bryndís: "Ég get ekkert sagt annað en það að samsæriskenningar af þeim toga eru fullkomlega á villigötum. Ég geri þetta algjörlega á mínum eigin forsendum og maður getur ekki látið Gróu á Leiti eða samsæriskenningar stjórna sínu lífi og ég held mig við mínar skýringar og treysti því að fólk skilji þær. Að sögn Bryndísar tók forysta flokksins ákvörðun hennar vel og sýndi henni mikinn skilning. Spurð um hvaða viðbrögð hún hafi fengið segir hún þau yfirleitt jákvæð. "Fólk hefur að minnsta kosti sýnt þessu skilning þó svo að sumir séu misjafnlega ánægðir með að ég sé að hætta í pólitík. Hingað til hef ég ekki fengið annað en skilning frá þeim sem standa mér nærri. Þeir vita að þessi ákvörðun er tekin á mínum forsendum og ég veit í hjartanu að ég er að gera rétt," segir Bryndís. Spurð hvort hún sé hætt í pólitík fullt og allt svarar hún: "Í það minnsta af þeim krafti sem ég var í henni." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hættir á þingi 1. ágúst til að taka við starfi deildarforseta lögfræðideildar við Viðskiptaháskólann á Bifröst. "Það er stór ákvörðun að hætta á þingi. Ég hef hins vegar leitt hugann að því síðustu mánuði að láta þetta kjörtímabil nægja. Ég er búin að vera 10 ár á þingi. Það er búinn að vera góður og skemmtilegur tími en fagið mitt, lögfræði, hefur dálítið togað í mig," segir Bryndís. "Mér bauðst þetta tækifæri hér á Bifröst og vildi ekki sleppa því. Maður má ekki bíða of lengi með það að skipta um starfsvettvang ef maður ætlar sér það á annað borð," segir hún. Bryndís neitar því alfarið að ákvörðun hennar tengist eitthvað þeim formannslag sem nú stendur yfir í Samfylkingunni. "Að láta af starfi eins og þingmennsku er eitthvað sem maður gerir á sínum eigin forsendum og ekki fyrir nokkurn mann annan en sjálfan sig. Ég var hinsvegar tilbúin að taka þessa ákvörðun vegna þess að mér býðst annað spennandi tækifæri. Ég trúi því að stuðningsmenn mínir og kjósendur hafi skilning á því að þetta tækifæri kemur á miðju kjörtímabili þannig að ég get ekki klárað kjörtímabilið," segir hún. Því hefur verið haldið fram að Bryndís sé með þessu að víkja úr sæti á Alþingi svo Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fái meira vægi í formannslagnum. Um það segir Bryndís: "Ég get ekkert sagt annað en það að samsæriskenningar af þeim toga eru fullkomlega á villigötum. Ég geri þetta algjörlega á mínum eigin forsendum og maður getur ekki látið Gróu á Leiti eða samsæriskenningar stjórna sínu lífi og ég held mig við mínar skýringar og treysti því að fólk skilji þær. Að sögn Bryndísar tók forysta flokksins ákvörðun hennar vel og sýndi henni mikinn skilning. Spurð um hvaða viðbrögð hún hafi fengið segir hún þau yfirleitt jákvæð. "Fólk hefur að minnsta kosti sýnt þessu skilning þó svo að sumir séu misjafnlega ánægðir með að ég sé að hætta í pólitík. Hingað til hef ég ekki fengið annað en skilning frá þeim sem standa mér nærri. Þeir vita að þessi ákvörðun er tekin á mínum forsendum og ég veit í hjartanu að ég er að gera rétt," segir Bryndís. Spurð hvort hún sé hætt í pólitík fullt og allt svarar hún: "Í það minnsta af þeim krafti sem ég var í henni."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira