Innlent

Kynjakvóti samþykktur

 Þetta þýðir meðal annars að taka þarf mið af kynjahlutföllum þegar valið er í ráðherraembætti á vegum flokksins. "Þetta er ofboðslega stórt skref fyrir jafnréttisbaráttuna í landinu og stór áfangi í stjórnmálasögu landsins," segir Bryndís Bjarnarson, formaður jafnréttisnefndar Framsóknarflokksins. "Þetta er sigur fyrir jafnréttissinna í flokknum," segir hún. "Ég á von á því að aðrir flokkar muni líta til þessa ákvæðis í lögum Framsóknarflokksins og taka það til fyrirmyndar," segir Bryndís. Hún sagði að lagabreytingin væri til þess gerð að auka hlut kvenna í stjórnmálum. "Breytingin mun gera þeim sem stjórna framboðsmálum og kosningum í stjórnir og ábyrgðastöður auðveldara með að fá konur til að starfa fyrir Framsóknarflokkinn," segir Bryndís.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.