Innlent

Kynjakvóti samþykktur

 Þetta þýðir meðal annars að taka þarf mið af kynjahlutföllum þegar valið er í ráðherraembætti á vegum flokksins. "Þetta er ofboðslega stórt skref fyrir jafnréttisbaráttuna í landinu og stór áfangi í stjórnmálasögu landsins," segir Bryndís Bjarnarson, formaður jafnréttisnefndar Framsóknarflokksins. "Þetta er sigur fyrir jafnréttissinna í flokknum," segir hún. "Ég á von á því að aðrir flokkar muni líta til þessa ákvæðis í lögum Framsóknarflokksins og taka það til fyrirmyndar," segir Bryndís. Hún sagði að lagabreytingin væri til þess gerð að auka hlut kvenna í stjórnmálum. "Breytingin mun gera þeim sem stjórna framboðsmálum og kosningum í stjórnir og ábyrgðastöður auðveldara með að fá konur til að starfa fyrir Framsóknarflokkinn," segir Bryndís.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.