Öllum tilraunum Evrópusinna hrint 27. febrúar 2005 00:01 Andstæðingar Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins hrundu öllum tilraunum á flokksþingi til að færa flokkinn nær aðildarumsókn. Þótt sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar hefðu þannig orðið undir var hann endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 78 prósentum atkvæða. Afstaðan til Evrópusambandsins reyndist stærsta deilumálið á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar Íslands virtust hafa öll vopn í sínum höndum fyrir flokksþingið þegar þeim tókst að koma inn í fyrstu drög að ályktun, texta þar sem sagði að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili, það er innan tveggja ára. Þegar á fyrsta degi flokksþings á föstudag varð ljóst að þetta yrði þurrkað út. Í gær birtust næstu drög að ályktun en þar sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Og ennnfremur, að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Athygli vakti í gær að formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, lýsti stuðningi við þennan texta meðan varaformaðurinn, Guðni Ágústsson, lýsti sig mótfallinn slíkri samþykkt. Andstæðingar höfðu sitt fram og strokað var yfir þennan texta og í morgun birtust þriðju drögin. Þar sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skyldi bera undir næsta flokksþing - til samþykktar eða synjunar. En andstæðingar héldu áfram að reka flóttann. Í lokasamþykkt var búið að þynna orðalagið enn út með því bæta við „hugsanlegs“ undirbúnings og niðurstaðan yrði borin undir næsta flokksþing til kynningar, en hvorki til samþykktar né synjunar. Athygli vakti að tveir fyrrverandi forystumenn flokksins, þeir Steingrímur Hermannsson og Páll Pétursson, beittu sér mjög í málinu gegn Evrópusinnum. Steingrímur vildi ekki segja að andstæðingar aðildarviðræðna hafi unnið góðan sigur, heldur skynsemin. Guðni Ágústsson sagði þetta sáttaniðurstöðu. Átök urðu einnig um framtíð Reykjavíkurflugvallar en samkvæmt fyrstu ályktunardrögum átti flugvöllurinn að víkja. Því var hins vegar snúið við og samþykkti flokksþingið einróma að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík og samgöngumiðstöð komið þar upp hið fyrsta til að styrkja innanlandsflugið. Forysta flokksins var svo í dag öll endurkjörin. Halldór Ásgrímsson hlaut 406 af 520 atkvæðum í formannskjöri, eða 78 prósent atkvæða, Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður með 75 prósentum atkvæða, og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari flokksins með 78 prósentum atkvæða. Enginn bauð sig fram gegn þremenningunum en athygli vekur að þau fengu öll veikari kosningu nú en á síðasta flokksþingi. Þá voru þau öll kosin með um eða yfir 90 prósentum atkvæða og Halldór hlaut þá nærri rússneska kosningu. Annað var uppi á teningunum nú. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Andstæðingar Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins hrundu öllum tilraunum á flokksþingi til að færa flokkinn nær aðildarumsókn. Þótt sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar hefðu þannig orðið undir var hann endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 78 prósentum atkvæða. Afstaðan til Evrópusambandsins reyndist stærsta deilumálið á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar Íslands virtust hafa öll vopn í sínum höndum fyrir flokksþingið þegar þeim tókst að koma inn í fyrstu drög að ályktun, texta þar sem sagði að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili, það er innan tveggja ára. Þegar á fyrsta degi flokksþings á föstudag varð ljóst að þetta yrði þurrkað út. Í gær birtust næstu drög að ályktun en þar sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Og ennnfremur, að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Athygli vakti í gær að formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, lýsti stuðningi við þennan texta meðan varaformaðurinn, Guðni Ágústsson, lýsti sig mótfallinn slíkri samþykkt. Andstæðingar höfðu sitt fram og strokað var yfir þennan texta og í morgun birtust þriðju drögin. Þar sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skyldi bera undir næsta flokksþing - til samþykktar eða synjunar. En andstæðingar héldu áfram að reka flóttann. Í lokasamþykkt var búið að þynna orðalagið enn út með því bæta við „hugsanlegs“ undirbúnings og niðurstaðan yrði borin undir næsta flokksþing til kynningar, en hvorki til samþykktar né synjunar. Athygli vakti að tveir fyrrverandi forystumenn flokksins, þeir Steingrímur Hermannsson og Páll Pétursson, beittu sér mjög í málinu gegn Evrópusinnum. Steingrímur vildi ekki segja að andstæðingar aðildarviðræðna hafi unnið góðan sigur, heldur skynsemin. Guðni Ágústsson sagði þetta sáttaniðurstöðu. Átök urðu einnig um framtíð Reykjavíkurflugvallar en samkvæmt fyrstu ályktunardrögum átti flugvöllurinn að víkja. Því var hins vegar snúið við og samþykkti flokksþingið einróma að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík og samgöngumiðstöð komið þar upp hið fyrsta til að styrkja innanlandsflugið. Forysta flokksins var svo í dag öll endurkjörin. Halldór Ásgrímsson hlaut 406 af 520 atkvæðum í formannskjöri, eða 78 prósent atkvæða, Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður með 75 prósentum atkvæða, og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari flokksins með 78 prósentum atkvæða. Enginn bauð sig fram gegn þremenningunum en athygli vekur að þau fengu öll veikari kosningu nú en á síðasta flokksþingi. Þá voru þau öll kosin með um eða yfir 90 prósentum atkvæða og Halldór hlaut þá nærri rússneska kosningu. Annað var uppi á teningunum nú.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira