Innlent

Ungir framsóknarmenn fagna

Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður fagnar því að ákvörðun hafi verið tekin um endurskoðun á stefnu Framsóknarflokksins í evrópumálum. Félagið segir þetta mikilvægan áfanga í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið, enda líklegt að jákvæð afstaða Framsóknarflokksins þurfi til að Ísland hefji aðildarviðræður við sambandið á næsta kjörtímabili. Í tilkynningunni segir: Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, FUF-RS, fagnar því að ákvörðun hafi verið tekin um endurskoðun á stefnu Framsóknarflokksins í evrópumálum. Er þetta mikilvægur áfangi í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið enda líklegt að jákvæð afstaða framsóknarflokksins þurfi til að Ísland hefji aðildarviðræður við sambandið á næsta kjörtímabili.Þá er það sérstakt fagnaðarefni að sú umræða sem hófst í röðum ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður hafi náð að setja mark sitt svo um muni á stefnu Framsóknarflokksins.Í umræðum á nýloknu flokksþingi framsóknarflokksins var áberandi hve stór hluti ungs fólks var jákvæður gagnvart hugmyndum um inngöngu í ESB og gefur það vísbendingar um að krafa nýrrar kynslóðar framsóknarmanna sé að Ísland skuli ganga til liðs við aðrar þjóðir Evrópu á vettvangi ESB.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×