Innlent

Ályktun loksins samþykkt

Eftir miklar deilur samþykktu Framsóknarmenn loks eftir hádegi ályktun um utanríkismál. Hart var tekist á um Evrópustefnuna. Ályktunin hefur tekið verulegum breytingum frá upphaflegum drögum en stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar hafa margoft þurft að bakka fyrir andstæðingum aðildar. Í ályktuninni sem samþykkt var segir að haldið skuli áfram upplýsingaöflun á vettvangi Framsóknarflokksins, mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöður á að kynna á næsta flokksþingi. Áður hafði verið lagt til að strax yrði hafist handa við undirbúning viðræðna, auk þess sem því var haldið fram að líkur væru á að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan ESB. Einnig stóð í drögum að ályktun sem kynnt var á þinginu í gær að aðildarviðræður við ESB gætu hafist í náinni framtíð, hugsanlega strax á næsta kjörtímabili. Það var svo aftur mildari útgáfa af því sem kynnt var fyrir flokksþingið en þar var rætt um að hefja aðildarviðræður, jafnvel þegar á yfirstandandi kjörtímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×