Endurupptaka ekki útilokuð 22. febrúar 2005 00:01 Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. "Síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessum málum," segir Erla Bolladóttir, ein af þeim sem dóm hlutu. Guðmundar- og Geirfinnsmál komu upp árið 1974, en þau snúast um tvö mannshvörf, ótengd að öðru leyti en því að mikið til sama fólkið var dæmt fyrir aðild að þeim. Undir janúarlok 1974 hvarf ungur maður að nafni Guðmundur Einarsson eftir dansleik í Hafnarfirði og níu mánuðum síðar hvarf Geirfinnur Einarsson vinnuvélabílstjóri í Keflavík eftir stefnumót við óþekktan mann. Það mál var frá upphafi rannsakað sem sakamál og hugsanlegt morðmál. Héraðsdómur féll í málunum 19. desember 1977 og svo hæstaréttardómurinn þremur árum síðar. Sævar Marinó Ciesielski, sem þyngstan dóm hlaut, hóf eftir afplánun baráttu fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju. Aðrir sakborningar og fleiri til tóku undir þá kröfu. Eftir áralanga baráttu féllst Hæstiréttur á að kanna grundvöll fyrir endurupptöku, en kvað svo 15. júlí 1997 upp úr með að lagaskilyrðum fyrir endurupptöku væri ekki fullnægt. Úrskurðurinn kom mörgum mjög á óvart, meira að segja svo mjög að forsætisráðherra þjóðarinnar sagðist síðar þeirrar skoðunar að með Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefði verið framið réttarmorð. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem annaðist endurupptökubeiðnina fyrir Sævar, segir úrskurðinn hafa komið mjög á óvart. "Það voru lögð fram fyrir Hæstarétt gögn sem sýndu fram á að málsmeðferðin var brot á öllum helstu grundvallarreglum um málsmeðferð í opinberum málum," sagði hann og bætti við að svo virtist sem dómstólar hefðu það grundvallarviðhorf að óheppilegt væri að viðurkenna mistök. "Þeir virðast telja að það grafi undan trú manna á dómstóla, en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það myndi auka tiltrú manna á dómstólum ef þeir viðurkenndu mistök eins og allir aðrir þurfa að gera." Ragnar segir ekki loku fyrir það skotið að endurupptaka fáist þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar árið 1997. "Það þarf bara að leggja fram enn betri gögn. Svo er líka fyrir frumkvæði Davíðs Oddssonar búið að breyta lögunum síðan endurupptökunni var hafnað," sagði hann og taldi möguleika endurupptöku meiri nú en árið 1997. Fréttir Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. "Síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessum málum," segir Erla Bolladóttir, ein af þeim sem dóm hlutu. Guðmundar- og Geirfinnsmál komu upp árið 1974, en þau snúast um tvö mannshvörf, ótengd að öðru leyti en því að mikið til sama fólkið var dæmt fyrir aðild að þeim. Undir janúarlok 1974 hvarf ungur maður að nafni Guðmundur Einarsson eftir dansleik í Hafnarfirði og níu mánuðum síðar hvarf Geirfinnur Einarsson vinnuvélabílstjóri í Keflavík eftir stefnumót við óþekktan mann. Það mál var frá upphafi rannsakað sem sakamál og hugsanlegt morðmál. Héraðsdómur féll í málunum 19. desember 1977 og svo hæstaréttardómurinn þremur árum síðar. Sævar Marinó Ciesielski, sem þyngstan dóm hlaut, hóf eftir afplánun baráttu fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju. Aðrir sakborningar og fleiri til tóku undir þá kröfu. Eftir áralanga baráttu féllst Hæstiréttur á að kanna grundvöll fyrir endurupptöku, en kvað svo 15. júlí 1997 upp úr með að lagaskilyrðum fyrir endurupptöku væri ekki fullnægt. Úrskurðurinn kom mörgum mjög á óvart, meira að segja svo mjög að forsætisráðherra þjóðarinnar sagðist síðar þeirrar skoðunar að með Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefði verið framið réttarmorð. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem annaðist endurupptökubeiðnina fyrir Sævar, segir úrskurðinn hafa komið mjög á óvart. "Það voru lögð fram fyrir Hæstarétt gögn sem sýndu fram á að málsmeðferðin var brot á öllum helstu grundvallarreglum um málsmeðferð í opinberum málum," sagði hann og bætti við að svo virtist sem dómstólar hefðu það grundvallarviðhorf að óheppilegt væri að viðurkenna mistök. "Þeir virðast telja að það grafi undan trú manna á dómstóla, en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það myndi auka tiltrú manna á dómstólum ef þeir viðurkenndu mistök eins og allir aðrir þurfa að gera." Ragnar segir ekki loku fyrir það skotið að endurupptaka fáist þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar árið 1997. "Það þarf bara að leggja fram enn betri gögn. Svo er líka fyrir frumkvæði Davíðs Oddssonar búið að breyta lögunum síðan endurupptökunni var hafnað," sagði hann og taldi möguleika endurupptöku meiri nú en árið 1997.
Fréttir Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira