Tvöfalt hærri fasteignaskattar 11. febrúar 2005 00:01 Íbúar í Reykjavík borga ríflega tvöfalt meira í fasteignaskatt nú en þeir gerðu þegar R-listinn tók við fyrir ellefu árum að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að eftir að hafa skoðað ársreikninga borgarinnar síðastliðin tólf ár hafi þessi sláandi tala komið í ljós. Guðlaugur Þór segir að fasteignagjöldin hafi hækkað um tæplega 90 prósent en þegar holræsagjöldunum sé bætt við sé talan 114 prósent. Eðlilegt sé að taka þessi gjöld saman því þau leggist bæði á fasteignaeigendur. Árið 1993 hafi fasteignaskatturinn verið 28 þúsund krónur á íbúa en sé í dag 113 þúsund. Guðlaugur Þór segir þessa hækkun gríðarlega mikla og alls ekki í takt við það sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, hafi sagt nýlega í fjölmiðlum. "Hvað fasteignagjöldin varðar sagði hún að það ætti að fara varlega og R-listinn hefði gert það. Í mínum huga er 114 prósenta hækkun ekki að fara varlega. Á sama tíma og ríkisstjórnin er að afnema eignaskattinn þá hækkar R-listinn fasteignaskattinn út í það óendanlega. Við skulum líka átta okkur á því að þetta kemur sérstaklega illa niður á þeim sem minnst mega sín eins og eldri borgurum og þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð." Ingibjörg Sólrún segir ekki rétt að segja að fasteignaskattar hafi hækkað því álagningarhlutfallið hafi ekki gert það. Hins vegar hafi fasteignamat hækkað mikið undanfarin ár og því greiði fasteignaeigendur hærri upphæð en áður. Hún segir þessa staðreynd alls ekki einskorðast við íbúa Reykjavíkur. "Guðlaugur getur reiknað þetta eins og honum sýnist, eftir stendur sú staðreynd að fasteignaeigendur greiða lægst gjöld af eignum sínum í Reykjavík borið saman við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu." Guðlaugur Þór segir hækkunina á fasteignamatinu megi að stórum hluta rekja til "lóðaskortsstefnu" R-listans. "Þetta er einfaldlega rangt," segir Ingibjörg Sólrún. "Guðlaugur Þór ætti að kynna sér þær úttektir sem gerðar hafa verið á þessu, meðal annars í Seðlabankanum. Stærstu áhrifavaldarnir á hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru kaupmáttaraukning og aukið aðgengi að lánsfé." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Íbúar í Reykjavík borga ríflega tvöfalt meira í fasteignaskatt nú en þeir gerðu þegar R-listinn tók við fyrir ellefu árum að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að eftir að hafa skoðað ársreikninga borgarinnar síðastliðin tólf ár hafi þessi sláandi tala komið í ljós. Guðlaugur Þór segir að fasteignagjöldin hafi hækkað um tæplega 90 prósent en þegar holræsagjöldunum sé bætt við sé talan 114 prósent. Eðlilegt sé að taka þessi gjöld saman því þau leggist bæði á fasteignaeigendur. Árið 1993 hafi fasteignaskatturinn verið 28 þúsund krónur á íbúa en sé í dag 113 þúsund. Guðlaugur Þór segir þessa hækkun gríðarlega mikla og alls ekki í takt við það sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, hafi sagt nýlega í fjölmiðlum. "Hvað fasteignagjöldin varðar sagði hún að það ætti að fara varlega og R-listinn hefði gert það. Í mínum huga er 114 prósenta hækkun ekki að fara varlega. Á sama tíma og ríkisstjórnin er að afnema eignaskattinn þá hækkar R-listinn fasteignaskattinn út í það óendanlega. Við skulum líka átta okkur á því að þetta kemur sérstaklega illa niður á þeim sem minnst mega sín eins og eldri borgurum og þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð." Ingibjörg Sólrún segir ekki rétt að segja að fasteignaskattar hafi hækkað því álagningarhlutfallið hafi ekki gert það. Hins vegar hafi fasteignamat hækkað mikið undanfarin ár og því greiði fasteignaeigendur hærri upphæð en áður. Hún segir þessa staðreynd alls ekki einskorðast við íbúa Reykjavíkur. "Guðlaugur getur reiknað þetta eins og honum sýnist, eftir stendur sú staðreynd að fasteignaeigendur greiða lægst gjöld af eignum sínum í Reykjavík borið saman við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu." Guðlaugur Þór segir hækkunina á fasteignamatinu megi að stórum hluta rekja til "lóðaskortsstefnu" R-listans. "Þetta er einfaldlega rangt," segir Ingibjörg Sólrún. "Guðlaugur Þór ætti að kynna sér þær úttektir sem gerðar hafa verið á þessu, meðal annars í Seðlabankanum. Stærstu áhrifavaldarnir á hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru kaupmáttaraukning og aukið aðgengi að lánsfé."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira