Rumsfeld reiddist vegna þotna 10. febrúar 2005 00:01 Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, brást reiður við og fannst hann sniðgenginn þegar George Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að fresta því að kalla orrustuþoturnar fjórar heim frá Keflavíkurflugvelli. „Þetta var dramatískt,“ segir forsætisráðherra. Skýrt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Bandaríkjastjórn hefði beitt íslensk stjórnvöld miklum diplómatískum þrýstingi til að tryggja stuðning Íslands við innrásina í Írak. Bandaríski sendiherrann, James Gadsden, og aðstoðarmaður hans fóru samtímis í bæði forsætis- og utanríkisráðuneytið þann 18. mars til að krefja stjórnvöld um svar. Niðurstaðan varð sú að nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu innrásarþjóða. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, tengir þessa ákvarðanatöku óbeint við viðkvæma stöðu íslenska varnarsamningsins á þessum tíma og segir að það hafi hleypt illu blóði í íslensk stjórnvöld þegar Bandaríkjastjórn ákvað, aðeins rúmum mánuði síðar, að kalla orustuþoturnar heim. Það hafi verið dramatískt. Halldór segir að stjórnvöld hafi heyrt af ákvörðuninni rétt fyrir helgi og á mánudegi hafi honum tekist að ná í George Robertson, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þá hafi það verið slík tilviljun að hann hafi verið að koma af fundi með Donald Rumsfeld, en það hefði Halldór ekki vitað, og verið á leiðinni til Colins Powells. Halldór segist hafa rætt málið við Robertson og hann hafi lofað að taka það upp við Powell en Halldór hafi einnig beðið hann að skila því til Powells að hann væri að reyna að ná í hann. Robertson og Powell hafi svo ákveðið að taka málið upp á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta í kjölfar fundar þeirra og við það hafi Rumsfeld orðið reiður vegna þess að Robertson hafði ekki rætt málið við hann á fundi þeirra tveggja. Halldór segir að Robertson hafi oft hlegið að þessu og sagt að það væri undarlegt hversu ótrúlegt upplýsinganet Íslendingar hefðu því Halldór hefði náð í hann akkúrat á réttu augnabliki. Halldór segir enn fremur að á þriðjudeginum hafi Colin Powell hringt í sig og sagt að málinu hefði verið frestað en það væri ekki horfið af borðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, brást reiður við og fannst hann sniðgenginn þegar George Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að fresta því að kalla orrustuþoturnar fjórar heim frá Keflavíkurflugvelli. „Þetta var dramatískt,“ segir forsætisráðherra. Skýrt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Bandaríkjastjórn hefði beitt íslensk stjórnvöld miklum diplómatískum þrýstingi til að tryggja stuðning Íslands við innrásina í Írak. Bandaríski sendiherrann, James Gadsden, og aðstoðarmaður hans fóru samtímis í bæði forsætis- og utanríkisráðuneytið þann 18. mars til að krefja stjórnvöld um svar. Niðurstaðan varð sú að nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu innrásarþjóða. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, tengir þessa ákvarðanatöku óbeint við viðkvæma stöðu íslenska varnarsamningsins á þessum tíma og segir að það hafi hleypt illu blóði í íslensk stjórnvöld þegar Bandaríkjastjórn ákvað, aðeins rúmum mánuði síðar, að kalla orustuþoturnar heim. Það hafi verið dramatískt. Halldór segir að stjórnvöld hafi heyrt af ákvörðuninni rétt fyrir helgi og á mánudegi hafi honum tekist að ná í George Robertson, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þá hafi það verið slík tilviljun að hann hafi verið að koma af fundi með Donald Rumsfeld, en það hefði Halldór ekki vitað, og verið á leiðinni til Colins Powells. Halldór segist hafa rætt málið við Robertson og hann hafi lofað að taka það upp við Powell en Halldór hafi einnig beðið hann að skila því til Powells að hann væri að reyna að ná í hann. Robertson og Powell hafi svo ákveðið að taka málið upp á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta í kjölfar fundar þeirra og við það hafi Rumsfeld orðið reiður vegna þess að Robertson hafði ekki rætt málið við hann á fundi þeirra tveggja. Halldór segir að Robertson hafi oft hlegið að þessu og sagt að það væri undarlegt hversu ótrúlegt upplýsinganet Íslendingar hefðu því Halldór hefði náð í hann akkúrat á réttu augnabliki. Halldór segir enn fremur að á þriðjudeginum hafi Colin Powell hringt í sig og sagt að málinu hefði verið frestað en það væri ekki horfið af borðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira