Hart deilt á forsætisráðherra 10. febrúar 2005 00:01 Hart var deilt á Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðtal Brynhildar Ólafsdóttur, fréttamanns á Stöð tvö, við forsætisráðherra sem sýnt var í gær. Þar lýsti Halldór aðdraganda þess að Ísland samþykkti að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak, afleiðingar þess og ástæður, en það var Össur Skarphéðinsson sem bað um tækifæri til að ræða um viðtalið á Alþingi. Halldór gagnrýndi túlkun Össurar á því sem fram kom í viðtalinu. Hann spurði hvort Össur vildi ekki lesa viðtalið áður en hann kæmi í pontu á Alþingi og sagði enn fremur að Össur gæti ekki ætlast til þess að þráspyrja hann um Íraksmálið ef Össur myndi ekki einu sinni sjálfur hvað Halldór hefði sagt í viðtalinu í gær. Halldór bent Össuri enn fremur á að hann hefði farið um landið undanfarna daga og rætt við fólkið í landinu sem hefði engan áhuga á Íraksmálinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, steig einnig í pontu og sagði það ekki rétt hjá forsætisráðherra að fólkinu í landinu væri alveg sama um málið. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði í umræðunum að forsætisráðherra hefði loks viðurkennt með óbeinum hætti að varnarsamstarfið hefði verið lykillinn að skjótum viðbrögðum Íslands við beiðni Bandaríkjamanna um stuðning við innrásina. „Bandaríkjamönnum voru gefin frjáls afnot af nafni Íslands til að nota þegar þeim sýndist og eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðaðgerðum sínum til stuðnings og réttlætingar. Og loks er viðurkennt óbeint að menn voru að borga á sig vegna væntanlegra samningaviðræðna við herinn um fjórar gamlar herþotur. Þvílík niðurlæging fyrir utanríkismál einnar sjálfstæðrar þjóðar,“ sagði Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Hart var deilt á Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðtal Brynhildar Ólafsdóttur, fréttamanns á Stöð tvö, við forsætisráðherra sem sýnt var í gær. Þar lýsti Halldór aðdraganda þess að Ísland samþykkti að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak, afleiðingar þess og ástæður, en það var Össur Skarphéðinsson sem bað um tækifæri til að ræða um viðtalið á Alþingi. Halldór gagnrýndi túlkun Össurar á því sem fram kom í viðtalinu. Hann spurði hvort Össur vildi ekki lesa viðtalið áður en hann kæmi í pontu á Alþingi og sagði enn fremur að Össur gæti ekki ætlast til þess að þráspyrja hann um Íraksmálið ef Össur myndi ekki einu sinni sjálfur hvað Halldór hefði sagt í viðtalinu í gær. Halldór bent Össuri enn fremur á að hann hefði farið um landið undanfarna daga og rætt við fólkið í landinu sem hefði engan áhuga á Íraksmálinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, steig einnig í pontu og sagði það ekki rétt hjá forsætisráðherra að fólkinu í landinu væri alveg sama um málið. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði í umræðunum að forsætisráðherra hefði loks viðurkennt með óbeinum hætti að varnarsamstarfið hefði verið lykillinn að skjótum viðbrögðum Íslands við beiðni Bandaríkjamanna um stuðning við innrásina. „Bandaríkjamönnum voru gefin frjáls afnot af nafni Íslands til að nota þegar þeim sýndist og eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðaðgerðum sínum til stuðnings og réttlætingar. Og loks er viðurkennt óbeint að menn voru að borga á sig vegna væntanlegra samningaviðræðna við herinn um fjórar gamlar herþotur. Þvílík niðurlæging fyrir utanríkismál einnar sjálfstæðrar þjóðar,“ sagði Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira