Gagnrýnir ný tollalög 6. febrúar 2005 00:01 Ný tollalög sem fjármálaráðherra mælir fyrir á Alþingi á morgun einkennast um of af þeirri oftrú á refsingum sem tröllríður samfélaginu. Þetta segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Afleiðingarnar bitni á almennu starfsfólki sem megi refsa fyrir gáleysi eða mistök í starfi verði frumvarpið að lögum. Fjármálaráðherra mælir fyrir nýju frumvarpi um tollalög í þinginu á morgun. Flokksbróðir hans, Pétur Blöndal, segir frumvarpið um margt ágætt en það beri þó þann skugga á að verið sé að smygla inn smásmugulegum refsiákvæðum. Hann ásamt nokkrum þingmönnum hafi haft áhyggjur af því hversu lagt sé gengið að refsa venjulegu starfsfólki sem vinni sín störf, þó sérstaklega vegna vítaverðs gáleysis. Það sé fráleitt að maður sem geri mistök og taki t.d. ranga vöru úr hillu get átt það á hættu að lenda í fangelsi. Aðspurður hvort hann telji að flokksbróðir hans, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, sé svo refsiglaður segir Pétur að svo sé ekki heldur sé þetta afstaða þeirra sem samið hafi frumvarpið. Það hafi embættismenn gert sem sjái jafnvel um að framfylgja lögunum. Þeir fáist oft við þá sem fara í kringum lögin og brjóti þau, eðli málsins samkvæmt, og vilji þess vegna hafa góð lög í höndunum til að berja á þeim. Pétur segir ankannalegt þegar kerfið gangi út frá því að allir séu glæpamenn. Menn eigi ekki að brjóta lög en það megi aldrei verða reglan að refsa fyrir gáleysi. Samkvæmt lögunum megi refsa tollmiðlurum ef þeir lesi rangt af tollnúmeri eða fari línuvillt í einhverjum skrám. Þetta geti valdið því að vara fari inn í landið án þess að af henni séu greiddir tollar. Pétur segir enn fremur að menn þurfi alltaf reikna með að fólk geri mistök í lífinu og hafa þurfi sveigjanleika í kerfinu fyrir slík mistök. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ný tollalög sem fjármálaráðherra mælir fyrir á Alþingi á morgun einkennast um of af þeirri oftrú á refsingum sem tröllríður samfélaginu. Þetta segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Afleiðingarnar bitni á almennu starfsfólki sem megi refsa fyrir gáleysi eða mistök í starfi verði frumvarpið að lögum. Fjármálaráðherra mælir fyrir nýju frumvarpi um tollalög í þinginu á morgun. Flokksbróðir hans, Pétur Blöndal, segir frumvarpið um margt ágætt en það beri þó þann skugga á að verið sé að smygla inn smásmugulegum refsiákvæðum. Hann ásamt nokkrum þingmönnum hafi haft áhyggjur af því hversu lagt sé gengið að refsa venjulegu starfsfólki sem vinni sín störf, þó sérstaklega vegna vítaverðs gáleysis. Það sé fráleitt að maður sem geri mistök og taki t.d. ranga vöru úr hillu get átt það á hættu að lenda í fangelsi. Aðspurður hvort hann telji að flokksbróðir hans, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, sé svo refsiglaður segir Pétur að svo sé ekki heldur sé þetta afstaða þeirra sem samið hafi frumvarpið. Það hafi embættismenn gert sem sjái jafnvel um að framfylgja lögunum. Þeir fáist oft við þá sem fara í kringum lögin og brjóti þau, eðli málsins samkvæmt, og vilji þess vegna hafa góð lög í höndunum til að berja á þeim. Pétur segir ankannalegt þegar kerfið gangi út frá því að allir séu glæpamenn. Menn eigi ekki að brjóta lög en það megi aldrei verða reglan að refsa fyrir gáleysi. Samkvæmt lögunum megi refsa tollmiðlurum ef þeir lesi rangt af tollnúmeri eða fari línuvillt í einhverjum skrám. Þetta geti valdið því að vara fari inn í landið án þess að af henni séu greiddir tollar. Pétur segir enn fremur að menn þurfi alltaf reikna með að fólk geri mistök í lífinu og hafa þurfi sveigjanleika í kerfinu fyrir slík mistök.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira