Segjast ekki sitja á frumvörpum 6. febrúar 2005 00:01 Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar, meðal annars verður sett ráðherraskipuð stjórn yfir nýja stofnun sem á að heita Samkeppniseftirlitið. Stjórnin ræður forstjóra og tekur ákvarðanir um öll meiri háttar mál sem ráðiðst verður í að rannsaka. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokkurinn hafi fengið frumvörpin þrjú til umfjöllunar fyrir áramót og hafi þá skoðað þau. Þingflokkurinn hafi dregið að sér upplýsingar en síðan hafi komið jólaleyfi og þingmenn hafi farið um landið og haldið fundi. Frumvörpin stiji ekki föst í þingflokknum heldur sé hann að fara yfir efni þeirra. Einar segir þingflokkinn hafa fundað nokkrum sinnum um málið síðari hluta janúarmánaðar og að hann muni ljúka efnislegri umfjöllun mjög fljótlega. Ekki sé neitt óeðlilegt við það. Spurður hvort málið sé umdeilt innan þingflokksins segir Einar að hann vilji ekki nota orðið umdeilt en hins vegar séu atriði í frumvörpunum sem sjálfstæðismenn vilji kunna mjög vel skil á og fara mjög vel ofan í og það sé til marks um vönduð vinnubrögð af hálfu þingflokksins að hann reyni að fara efnislega ofan í álitamál. Um sé að ræða stórmál þar sem fjallað sé um framtíðarskipan samkeppnismála og þingflokkurinn vilji vanda sig og vinna málin efnislega. Eina stóra breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda í lögunum er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hefur þessi breyting staðið í einhverjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Einar segir að hann vilji ekki tjá sig um efnisatriði þess frumvarps þar sem ekki sé búið að ljúka efnislegri umfjöllun um það en það verði fljótlega. Hann segir enn fremur að breytingin sé eitt af þeim málum sem þingflokkurinn fari ofan í og hann muni einfaldlega ljúka þeirri efnislegu umfjöllun. En breytingin á ekki langt að sækja upprunann. Að minnsta kosti rímar hún mjög vel við yfirlýsingar Davíðs Oddssonar sem var forsætisráðherra þegar hringamyndunarnefndin hóf störf. Hann sagði á Viðskiptaþingi í mars í fyrra að lög gegn hringamyndun sem viðskiptaráðherra og nefnd á hans vegum væru að vinna að væri hið besta mál fyrir almenna neytendur í landinu. Það væri afar þýðingarmikið að tryggja með svipuðum hætti og önnur lönd að enginn aðili gæti fengið markaðsráðandi stöðu eins og sums staðar gerðist því henni væri alltaf misbeitt gegn neytandanum, það væru engin dæmi um annað. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar, meðal annars verður sett ráðherraskipuð stjórn yfir nýja stofnun sem á að heita Samkeppniseftirlitið. Stjórnin ræður forstjóra og tekur ákvarðanir um öll meiri háttar mál sem ráðiðst verður í að rannsaka. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokkurinn hafi fengið frumvörpin þrjú til umfjöllunar fyrir áramót og hafi þá skoðað þau. Þingflokkurinn hafi dregið að sér upplýsingar en síðan hafi komið jólaleyfi og þingmenn hafi farið um landið og haldið fundi. Frumvörpin stiji ekki föst í þingflokknum heldur sé hann að fara yfir efni þeirra. Einar segir þingflokkinn hafa fundað nokkrum sinnum um málið síðari hluta janúarmánaðar og að hann muni ljúka efnislegri umfjöllun mjög fljótlega. Ekki sé neitt óeðlilegt við það. Spurður hvort málið sé umdeilt innan þingflokksins segir Einar að hann vilji ekki nota orðið umdeilt en hins vegar séu atriði í frumvörpunum sem sjálfstæðismenn vilji kunna mjög vel skil á og fara mjög vel ofan í og það sé til marks um vönduð vinnubrögð af hálfu þingflokksins að hann reyni að fara efnislega ofan í álitamál. Um sé að ræða stórmál þar sem fjallað sé um framtíðarskipan samkeppnismála og þingflokkurinn vilji vanda sig og vinna málin efnislega. Eina stóra breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda í lögunum er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hefur þessi breyting staðið í einhverjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Einar segir að hann vilji ekki tjá sig um efnisatriði þess frumvarps þar sem ekki sé búið að ljúka efnislegri umfjöllun um það en það verði fljótlega. Hann segir enn fremur að breytingin sé eitt af þeim málum sem þingflokkurinn fari ofan í og hann muni einfaldlega ljúka þeirri efnislegu umfjöllun. En breytingin á ekki langt að sækja upprunann. Að minnsta kosti rímar hún mjög vel við yfirlýsingar Davíðs Oddssonar sem var forsætisráðherra þegar hringamyndunarnefndin hóf störf. Hann sagði á Viðskiptaþingi í mars í fyrra að lög gegn hringamyndun sem viðskiptaráðherra og nefnd á hans vegum væru að vinna að væri hið besta mál fyrir almenna neytendur í landinu. Það væri afar þýðingarmikið að tryggja með svipuðum hætti og önnur lönd að enginn aðili gæti fengið markaðsráðandi stöðu eins og sums staðar gerðist því henni væri alltaf misbeitt gegn neytandanum, það væru engin dæmi um annað.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira