Könnun endurspegli ekki veruleika 13. október 2005 15:31 Aðeins átta prósent kjósenda segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður þingflokks framsóknarmanna segir könnunina ekki endurspegla raunveruleikann. Í niðurstöðum nýrrar könnunar á fylgi flokkanna, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, mælist Framsóknarflokkurinn aðeins með átta prósenta fylgi. Mikill munur er á fylgi flokksins í höfuðborginni og á landsbyggðinni því aðeins 4,8 prósent höfuðborgarbúa segjast myndu kjósa flokkinn en hins vegar nýtur hann fylgis nærri 13 prósenta íbúa landsbyggðarinnar. Yrði gengið til kosninga nú myndi flokkurinn samkvæmt þessu missa sjö þingmenn og ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki meirihluta þó að Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig þrem þingmönnum frá síðustu kosningum. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir könnunina á skjön við kannanir undanfarið og heldur því fram að hún endurspegli ekki raunveruleikann. Hann byggi það annars vegar á málefnastöðu flokksins og hins vegar viðmóti sem þingmenn hafi fundið fyrir á ferðum sínum um kjördæmi landsins í fyrri hluta janúarmánaðar. Könnunin sé á skjön á við aðrar en slíkt gerist oft. Hann vilji frekar horfa á könnun Gallups sem birt hafi verið fyrir nokkrum dögum. Fylgi flokksins var í sögulegu lágmarki í Reykjavík í síðustu kosningum og það virðist fara enn þá neðar. Um þá fullyrðingu segir Hjálmar að ekki bendi allar kannanir í þá átt og hann hafi þá trú og sannfæringu að Framsóknarflokkurinn muni verða í framsókn eins og nafn flokksins gefi til kynna. Í könnun Gallups á fylgi flokkanna frá því í janúar mældist Framsóknarflokkurinn með tæp þrettán prósentustig. Í könnuninni frá því í morgun mælast Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin með nærri jafnt fylgi, báðir flokkar eru með um 35 prósent. Hvor flokkur fengi 23 þingmenn samkvæmt niðurstöðunum. Vinstri - grænir mælast með 14,4 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og myndu fá níu þingmenn en frjálslyndir lækka lítið eitt frá síðustu kosningum en myndu þó halda sínum fjórum þingmönnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Aðeins átta prósent kjósenda segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður þingflokks framsóknarmanna segir könnunina ekki endurspegla raunveruleikann. Í niðurstöðum nýrrar könnunar á fylgi flokkanna, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, mælist Framsóknarflokkurinn aðeins með átta prósenta fylgi. Mikill munur er á fylgi flokksins í höfuðborginni og á landsbyggðinni því aðeins 4,8 prósent höfuðborgarbúa segjast myndu kjósa flokkinn en hins vegar nýtur hann fylgis nærri 13 prósenta íbúa landsbyggðarinnar. Yrði gengið til kosninga nú myndi flokkurinn samkvæmt þessu missa sjö þingmenn og ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki meirihluta þó að Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig þrem þingmönnum frá síðustu kosningum. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir könnunina á skjön við kannanir undanfarið og heldur því fram að hún endurspegli ekki raunveruleikann. Hann byggi það annars vegar á málefnastöðu flokksins og hins vegar viðmóti sem þingmenn hafi fundið fyrir á ferðum sínum um kjördæmi landsins í fyrri hluta janúarmánaðar. Könnunin sé á skjön á við aðrar en slíkt gerist oft. Hann vilji frekar horfa á könnun Gallups sem birt hafi verið fyrir nokkrum dögum. Fylgi flokksins var í sögulegu lágmarki í Reykjavík í síðustu kosningum og það virðist fara enn þá neðar. Um þá fullyrðingu segir Hjálmar að ekki bendi allar kannanir í þá átt og hann hafi þá trú og sannfæringu að Framsóknarflokkurinn muni verða í framsókn eins og nafn flokksins gefi til kynna. Í könnun Gallups á fylgi flokkanna frá því í janúar mældist Framsóknarflokkurinn með tæp þrettán prósentustig. Í könnuninni frá því í morgun mælast Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin með nærri jafnt fylgi, báðir flokkar eru með um 35 prósent. Hvor flokkur fengi 23 þingmenn samkvæmt niðurstöðunum. Vinstri - grænir mælast með 14,4 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og myndu fá níu þingmenn en frjálslyndir lækka lítið eitt frá síðustu kosningum en myndu þó halda sínum fjórum þingmönnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira