Könnun endurspegli ekki veruleika 13. október 2005 15:31 Aðeins átta prósent kjósenda segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður þingflokks framsóknarmanna segir könnunina ekki endurspegla raunveruleikann. Í niðurstöðum nýrrar könnunar á fylgi flokkanna, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, mælist Framsóknarflokkurinn aðeins með átta prósenta fylgi. Mikill munur er á fylgi flokksins í höfuðborginni og á landsbyggðinni því aðeins 4,8 prósent höfuðborgarbúa segjast myndu kjósa flokkinn en hins vegar nýtur hann fylgis nærri 13 prósenta íbúa landsbyggðarinnar. Yrði gengið til kosninga nú myndi flokkurinn samkvæmt þessu missa sjö þingmenn og ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki meirihluta þó að Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig þrem þingmönnum frá síðustu kosningum. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir könnunina á skjön við kannanir undanfarið og heldur því fram að hún endurspegli ekki raunveruleikann. Hann byggi það annars vegar á málefnastöðu flokksins og hins vegar viðmóti sem þingmenn hafi fundið fyrir á ferðum sínum um kjördæmi landsins í fyrri hluta janúarmánaðar. Könnunin sé á skjön á við aðrar en slíkt gerist oft. Hann vilji frekar horfa á könnun Gallups sem birt hafi verið fyrir nokkrum dögum. Fylgi flokksins var í sögulegu lágmarki í Reykjavík í síðustu kosningum og það virðist fara enn þá neðar. Um þá fullyrðingu segir Hjálmar að ekki bendi allar kannanir í þá átt og hann hafi þá trú og sannfæringu að Framsóknarflokkurinn muni verða í framsókn eins og nafn flokksins gefi til kynna. Í könnun Gallups á fylgi flokkanna frá því í janúar mældist Framsóknarflokkurinn með tæp þrettán prósentustig. Í könnuninni frá því í morgun mælast Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin með nærri jafnt fylgi, báðir flokkar eru með um 35 prósent. Hvor flokkur fengi 23 þingmenn samkvæmt niðurstöðunum. Vinstri - grænir mælast með 14,4 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og myndu fá níu þingmenn en frjálslyndir lækka lítið eitt frá síðustu kosningum en myndu þó halda sínum fjórum þingmönnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Aðeins átta prósent kjósenda segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður þingflokks framsóknarmanna segir könnunina ekki endurspegla raunveruleikann. Í niðurstöðum nýrrar könnunar á fylgi flokkanna, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, mælist Framsóknarflokkurinn aðeins með átta prósenta fylgi. Mikill munur er á fylgi flokksins í höfuðborginni og á landsbyggðinni því aðeins 4,8 prósent höfuðborgarbúa segjast myndu kjósa flokkinn en hins vegar nýtur hann fylgis nærri 13 prósenta íbúa landsbyggðarinnar. Yrði gengið til kosninga nú myndi flokkurinn samkvæmt þessu missa sjö þingmenn og ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki meirihluta þó að Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig þrem þingmönnum frá síðustu kosningum. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir könnunina á skjön við kannanir undanfarið og heldur því fram að hún endurspegli ekki raunveruleikann. Hann byggi það annars vegar á málefnastöðu flokksins og hins vegar viðmóti sem þingmenn hafi fundið fyrir á ferðum sínum um kjördæmi landsins í fyrri hluta janúarmánaðar. Könnunin sé á skjön á við aðrar en slíkt gerist oft. Hann vilji frekar horfa á könnun Gallups sem birt hafi verið fyrir nokkrum dögum. Fylgi flokksins var í sögulegu lágmarki í Reykjavík í síðustu kosningum og það virðist fara enn þá neðar. Um þá fullyrðingu segir Hjálmar að ekki bendi allar kannanir í þá átt og hann hafi þá trú og sannfæringu að Framsóknarflokkurinn muni verða í framsókn eins og nafn flokksins gefi til kynna. Í könnun Gallups á fylgi flokkanna frá því í janúar mældist Framsóknarflokkurinn með tæp þrettán prósentustig. Í könnuninni frá því í morgun mælast Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin með nærri jafnt fylgi, báðir flokkar eru með um 35 prósent. Hvor flokkur fengi 23 þingmenn samkvæmt niðurstöðunum. Vinstri - grænir mælast með 14,4 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og myndu fá níu þingmenn en frjálslyndir lækka lítið eitt frá síðustu kosningum en myndu þó halda sínum fjórum þingmönnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira