Könnun endurspegli ekki veruleika 13. október 2005 15:31 Aðeins átta prósent kjósenda segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður þingflokks framsóknarmanna segir könnunina ekki endurspegla raunveruleikann. Í niðurstöðum nýrrar könnunar á fylgi flokkanna, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, mælist Framsóknarflokkurinn aðeins með átta prósenta fylgi. Mikill munur er á fylgi flokksins í höfuðborginni og á landsbyggðinni því aðeins 4,8 prósent höfuðborgarbúa segjast myndu kjósa flokkinn en hins vegar nýtur hann fylgis nærri 13 prósenta íbúa landsbyggðarinnar. Yrði gengið til kosninga nú myndi flokkurinn samkvæmt þessu missa sjö þingmenn og ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki meirihluta þó að Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig þrem þingmönnum frá síðustu kosningum. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir könnunina á skjön við kannanir undanfarið og heldur því fram að hún endurspegli ekki raunveruleikann. Hann byggi það annars vegar á málefnastöðu flokksins og hins vegar viðmóti sem þingmenn hafi fundið fyrir á ferðum sínum um kjördæmi landsins í fyrri hluta janúarmánaðar. Könnunin sé á skjön á við aðrar en slíkt gerist oft. Hann vilji frekar horfa á könnun Gallups sem birt hafi verið fyrir nokkrum dögum. Fylgi flokksins var í sögulegu lágmarki í Reykjavík í síðustu kosningum og það virðist fara enn þá neðar. Um þá fullyrðingu segir Hjálmar að ekki bendi allar kannanir í þá átt og hann hafi þá trú og sannfæringu að Framsóknarflokkurinn muni verða í framsókn eins og nafn flokksins gefi til kynna. Í könnun Gallups á fylgi flokkanna frá því í janúar mældist Framsóknarflokkurinn með tæp þrettán prósentustig. Í könnuninni frá því í morgun mælast Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin með nærri jafnt fylgi, báðir flokkar eru með um 35 prósent. Hvor flokkur fengi 23 þingmenn samkvæmt niðurstöðunum. Vinstri - grænir mælast með 14,4 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og myndu fá níu þingmenn en frjálslyndir lækka lítið eitt frá síðustu kosningum en myndu þó halda sínum fjórum þingmönnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Aðeins átta prósent kjósenda segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður þingflokks framsóknarmanna segir könnunina ekki endurspegla raunveruleikann. Í niðurstöðum nýrrar könnunar á fylgi flokkanna, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, mælist Framsóknarflokkurinn aðeins með átta prósenta fylgi. Mikill munur er á fylgi flokksins í höfuðborginni og á landsbyggðinni því aðeins 4,8 prósent höfuðborgarbúa segjast myndu kjósa flokkinn en hins vegar nýtur hann fylgis nærri 13 prósenta íbúa landsbyggðarinnar. Yrði gengið til kosninga nú myndi flokkurinn samkvæmt þessu missa sjö þingmenn og ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki meirihluta þó að Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig þrem þingmönnum frá síðustu kosningum. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir könnunina á skjön við kannanir undanfarið og heldur því fram að hún endurspegli ekki raunveruleikann. Hann byggi það annars vegar á málefnastöðu flokksins og hins vegar viðmóti sem þingmenn hafi fundið fyrir á ferðum sínum um kjördæmi landsins í fyrri hluta janúarmánaðar. Könnunin sé á skjön á við aðrar en slíkt gerist oft. Hann vilji frekar horfa á könnun Gallups sem birt hafi verið fyrir nokkrum dögum. Fylgi flokksins var í sögulegu lágmarki í Reykjavík í síðustu kosningum og það virðist fara enn þá neðar. Um þá fullyrðingu segir Hjálmar að ekki bendi allar kannanir í þá átt og hann hafi þá trú og sannfæringu að Framsóknarflokkurinn muni verða í framsókn eins og nafn flokksins gefi til kynna. Í könnun Gallups á fylgi flokkanna frá því í janúar mældist Framsóknarflokkurinn með tæp þrettán prósentustig. Í könnuninni frá því í morgun mælast Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin með nærri jafnt fylgi, báðir flokkar eru með um 35 prósent. Hvor flokkur fengi 23 þingmenn samkvæmt niðurstöðunum. Vinstri - grænir mælast með 14,4 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og myndu fá níu þingmenn en frjálslyndir lækka lítið eitt frá síðustu kosningum en myndu þó halda sínum fjórum þingmönnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira